Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem er algjörlega aðlöguð að þínum lífstíl. Tilvalið fyrir þá sem vilja fá aðstoð að reikna út næringarþörf, macros eða fá almenna fræðslu og stuðning.
Einstaklingsmiðuð þjálfun á þeim tíma sem þér hentar. Tilvalið fyrir þá sem vilja vinna í veikleikum (t.d mjaðma og ökla verkjum) og/eða fyrir þá sem stunda íþróttir. Einnig fyrir alla sem vilja styrkja sig á sínum hraða eftir sinni getu.
,,Snemma árs 2020 byrjaði ég í fjarþjálfun hjá Berglindi og er enn. Mér til undrunar þá voru tölvumálin ekki að flækjast fyrir mér, ég stillti bara spjaldtölvunni minn þannig, að dýnan sæist vel og þá gat ég byrjað. Berglind veit um mína veiku punkta svo þjálfunin, miðast að miklu leyti að þeim. Við förum vel yfir allar hliðar líkamans og hún passar að ofgera ekki viðkvæmu svæðunum og vinnur vel á þeim. Gaman er þó þegar vel gengur í einhverjum æfingum og hún minnir mig á að í byrjun hafi ég ekki getað gert þá æfingu. Í dag hafa verkir vegna vefjagigtar og gigtar, sem hafa lengi angrað mig, minkað verulega og jafnvægið er allt annað. Ég hef líka fengið næringarráðgjöf og er rauðrófubúst og cia-grautur í miklu uppáhaldi í dag. Svo er líka frábært að geta tekið æfingarnar á stofugólfinu heima hjá sér og þurfa ekki að eyða tíma í ferðir milli staða í leiðinda veðri eins og við höfum fengið í vetur. Berglind er mjög samviskusöm, metnaðarfull og æfingarnar byrja alltaf á réttum tíma.“