top of page

Það getur verið erfitt að passa að allir fjölskyldumeðlimir fái þá næringu sem þeir þurfa. Í næringarráðgjöf fyrir fjölskyldur þá er farið yfir næringarþörf allra meðlima fjölskyldunnar. Markmiðið er að fjölskyldan geti borðað saman næringarríkar máltíðir án þess að fyrirhöfnin sé of mikil. 

Næringarráðgjöf fyrir fjölskyldur

48.000krPrice
  • Við þurfum öll mismunandi næringu og því er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því. Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu þá færðu sent skjal með spurningum sem þú svarar eftir allra bestu getu og sendir mér á berglind@lifandilif.is. Eftir að ég hef fengið svörin við spurningunum þá finnum við tíma á Teams og förum við málin. Í þessum fyrsta tíma er best að foreldri/foreldrar/forráðamaður séu einungis. Þú/þið fáið sendar glærur með ýmiskonar upplýsingum sem gagnast ykkur til að gera þær breytingar sem ákveðnar voru.

    Eftir fyrsta tímann þá hefur þú og fjölskyldan tíma til að innleiða breytingarnar. Á þeim tíma þá getur þú alltaf sent á mig spurningar. Eftir um 4 vikur þá hittumst við aftur. Hér geta börnin verið með ef þú telur það vera betra. Í þessum tíma þá er farið yfir hvernig hlutirnir hafa gengið og hvað má betur fara. 

bottom of page