top of page

Hver er ég?

Ert þú í leit að þjálfara?  Það er ótrúlega mikið úrval af þjálfurum í boði og ég virkilega hvet þig til að vinna þína rannsóknarvinnu og finna þann rétta fyrir þig. 

​

Hér fyrir neðan fer ég hratt yfir sögu mína og mig langar til að biðja þig um að renna yfir hana og velta því fyrir þér hvort við getum unnið saman.

​

Berglind heiti ég og er fædd og uppalin í Reykjavík.    Allt mitt líf hef ég haft áhuga á heilsurækt og hollu líferni.  Ég hef þó vissulega verið á misjöfnum stöðum hvað það varðar.   Ég byrjaði ung að stunda ballet og hafði því alltaf góðan grunn í svo margt. Eftir að hafa hætt í ballettinum á unglingsárum má segja að ég hafi tekið mér nokkur ár í frí frá allri hreyfingu.  Ekki mín heilbrigðustu ár en svona er þetta stundum. 

​

Sem ung kona var ég algjör námskeiðakona.  Skráði mig á námskeið og var svakalega dugleg í nokkrar vikur og gerði síðan lítið í nokkrar vikur.  Endurtók síðan leikinn þegar ég fékk nóg af sjálfri mér.  Á þessu tímabili prufaði ég helling en náði aldrei að halda mig við eitthvað sérstakt.  Ég taldi mig hafa grunnþekkingu á næringu, en sé í dag að margt vantaði upp á.  Marga daga lifði ég á Herbalife drykkjum sem voru svo kekkjóttir að vinnufélagarnir litu undan þegar ég reyndi að koma þeim niður.  Þess á milli skellti ég mér á KFC og keypti mér eitthvað svakalega girnilegt.   

​

Snemma árs 2011 urðu miklar breytingar í mínu lífi þegar ég flutti til Zug í Sviss.  Þvílík náttúruparadís! Á sumrin hjólaði ég og stundaði fjallgöngur en á veturna stundaði ég skíði og var einnig að læra listdans á skautum.  En helsta breytingin var á mataræðinu.  Ég hafði ekki aðgang að öllu íslenska sælgætinu og öllu íslenska bakkelsinu.  Í raun hætti ég að borða nammi, fékk mér stundum eðal súkkulaði en það var ekkert annað.  Svissneskt bakkelsi fannst mér vont.  Það voru heldur ekki margir skyndibitastaðir í Sviss, hvað þá í Zug.  Þarna fór ég að kynnast ofurfæði, allskonar jurtum og byrjaði að stunda bændamarkaðina. 

​

Önnur stór breyting varð hjá mér árið 2016 þegar ég flutti til Cambridge MA, sem er næsti bær við Boston í Bandaríkjunum.  Ég bjó alveg við ána og komst fljótt að því að þetta var ekki alveg staðurinn til að nota fína hjólið mitt því umferðin var gjörsamlega hræðileg.  Ég var þó fljót að slást í för þeirra hundruðu hlaupara sem hlaupa meðfram Charles river á degi hverjum.  Áður en ég vissi af, var ég búin að skrá mig í hálft maraþon og síðan maraþon.  Það opnaðist einnig heill heimur þegar kemur að heilsuvörum og bætiefnum.   

​

Þriðja stóra breytingin hjá mér var árið 2023. Þá fékk ég (og maðurinn minn) afhent hús á Norðurströnd dóminiska lýðveldisins sem við létum byggja fyrir okkur. Við munum því vera ca. 50% þar og 50% í MA. Þegar kemur að hreyfingu þá hefur dómíniska  lýðveldið það allt! Fjöll, vatnasport, líkamsræktastöðvar á hverju horni og ekki má gleyma jóganu. Ég er því spennt að sjá hvert það leiðir mig.  

​

Í dag er ég búin að hlaupa sex maraþon, taka þátt í mörgum hjólreiðakeppnum og að sjálfsögðu lyfti ég reglulega. Ásamt því námi sem ég hef stundað hjá NASM og AFAA (sjá hér fyrir neðan) þá hef ég farið á fjöldan allan af ráðstefnum og tekið smærri kúrsa sem varðar alhliða heilsu. 

​

Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá skalltu endilega hafa samband.  Ef þú hefur áhuga þá getum við einnig hist í stutt spjall áður en þú tekur ákvörðun um hverskonar þjálfara þú vilt fá fyrir þig.  

​

​

​

Menntun

  • National Academy of Sports Medicine (NASM)

    • NASM - CPT  (Personal Trainer Certification)​

    • NASM - CNC (Nutrition Coach Certification)

    • NASM - CES (Corrective Exercise Specialist)

    • NASM - PES (Performance Enhancement Specialist)

    • NASM - BCS (Behavior Change Specialist)

  • Athletics and Fitness Association of America (AFAA)

    • AFAA - CGFI (Group Fitness Instructor Certification)​

  • Edinburgh Business School

    • MSc Human Resource Management 

  • Háskóli Íslands

    • BSc Stjórnmálafræði​

  • Háskólinn á Bifröst

    • Verslunarstjórnun​

bottom of page