Dásamlegar hafrakökur sem gott er að eiga í frystinum. Tilvaldar til að grípa með fyrir hlaup/æfingu! Einnig fullkomnar með kaffinu á fallegum haustmorgnum.
- Berglind Ósk Magnúsdóttir

- Sep 15
- 1 min read

Hafrakökur geta verið alveg dásamlega góðar og frábær orkugjafi fyrir æfingu. Þessar hafrakökur eru einnig tilvaldar til að taka með sér í fjallahlaupið eða aðrar ævintýraferðir enda stútfullar af góðri næringu.
Hafrar hafa virkilega góð áhrif á hjartaheilsu okkar og þá sérstaklega kólesterolið. Mikilvægt er þó að velja góða hafra og borða þá reglulega. Hálfur bolli af höfrum gefa okkur um 4 g af trefjum, ásamt helling af vítamínum og steinefnum.
Fyrir þá sem ætla sér ekki að borða þessar hafrakökur í fjallahlaupum eða fyrir æfingu, þá gæti verið gott að hafa þær í minni kantinum (eða minnka sykurinn). Þær eru þá frábærar til að grípa í með kaffinu.
Þær geymast vel í frysti og því gott að baka vel af þeim þegar tími gefst.
Þessi uppskrift gefur um 20 hafrakökur:
1 1/2 bolli tröllahafrar
1 bolli fínir hafrar
1/2 bolli möndlumjöl
1/2 bolli valhnetur
1/3 bolli dökkir súkkulaðibitar og/eða rúsínur
1/3 bolli kókosmjöl
1/4 bolli mulin hörfræ
1 tsk kanill (ceylon)
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
1/2 bolli bráðið smjör (eða 6 msk kókosolía)
1/3 bolli kókos sykur
1 egg
1/4 bolli hunang
1 tsk vanilla extract eða dropar
Blandið öllum hráefnum vel saman.
Setjið skálina í ísskáp í 60 mínútur eða í frysti í 30 mínútur.
Takið skálina úr ísskáp/frysti og setjið í muffins form og ýtið með gafli vel niður í formið. Einnig hægt að sleppa muffins forminu og setja beint á plötu með bökunarpappír. Setjið þá klípu af deiginu á plötuna og þrýstið niður.


Comments