HMB bætiefni fyrir endurheimt og árangur - fyrir fólk á öllum aldri. Hinn fullkomni félagi kreatíns. Gæti það hjálpað þér að ná þínum markmiðum?
- Berglind Ósk Magnúsdóttir

- Jan 13
- 3 min read

Í dag snýst allt um vöðvauppbyggingu og langlífi. Við viljum öll lifa lengi og þessi síðustu ár okkar viljum við vera heilsuhraust og sjálfstæð.
Þegar við eldumst þá er styrktarþjálfun eitthvað sem allir ættu að stunda reglulega. Einnig þarf að huga að góðri næringu og nægilegu próteini. Til að við getum stundað styrktarþjálfun og gert allt annað sem við viljum og þurfum að gera, þá þurfum við að hvílast og ná góðri endurheimt. En það er einmitt það sem mörg okkar eru ekki að ná. Margir ná ekki að vakna úthvíldir og tilbúnir í daginn. Hver er í stuði til að fara í ræktina þegar líkaminn er úvinda? Hvíld og endurheimt skiptir gríðarlega miklu máli og verður alltaf erfiðari eftir því sem við eldumst.
Hvað er Hydroxymethylbutyrate (HMB)?
HMB er framleitt af líkamanum af amínósýrunni leucine. Það spilar stórt hlutverk í að styðja við vöðvauppbyggingu og endurheimt með því að minnka niðurbrot á vöðvavefjum. Það er vinsælt meðal þeirra sem vilja byggja upp vöðva og viðhalda vöðvamassa þegar þeir eldast.
Hvernig virkar HMB?
Þegar við gerum erfiðar æfingar, oft sem líkaminn er ekki vanur þá er alltaf einhver smá partur af vöðvavefjunum sem skemmast. HMB hjálpar með því að minnka þessar skemmdir og því eykst endurheimt. Einnig gæti HMB hjálpað að koma stöðuleika á frumuhimnur og minnka bólgur eftir æfingu, sem einnig hjálpar við endurheimt.
Hvað segja rannsóknir um HMB?
Töluverðar rannsóknir hafa verð gerðar á HMB og þá sérstaklega þegar kemur að almennri vöðvaheilsu. Flestar rannsóknir hafa verið gerðar á íþróttafólki (ekki bara keppnisfólk, einnig einstaklingar sem lifa mjög virku lífi) og eldra fólki. Komið hefur fram í rannsóknum að helsti ávinningur HMB er þegar kemur að endurheimt vöðva, aukinn styrkur og minni líkur á meiðslum. Einstaklingar finna því fyrir minni harðsperrum sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja að stunda líkamsrækt. Einnig hentar það sérstaklega vel fyrir fólk sem er að eldast og vöðvamassi þeirra farinn að minnka. Niðurstöðurnar hafa sýnt þessi jákvæðu áhrif á bæði konum og körlum. Bestu niðurstöðurnar hafa komið þegar einstaklingar stunda einnig reglulega styrktarþjálfun með HMB.
Í dag eru margar rannsóknir í gangi sem eru að rannsaka aðra þætti. Það virðist vera að HMB verndi einnig bein og liði, sérstaklega í eldri einstaklingum eða þeim sem eiga í hættu á beinþynningu. En það á eftir að rannsaka það betur og því ekki hægt að lofa neinu um það.
Eru einhverjar aukaverkanir á að taka HMB?
Flestir finna ekki fyrir neinum aukaverkunum en það er möguleiki á nokkrum. Vægir magaverkir, t.d. uppþemba gætu einhverjir fundið fyrir.
Hvernig ættum við að velja besta HMB bætiefnið?
Mikilvægt er að kaupa HMB frá góðu merki til að fá sem mest út úr því. HMB er til í nokkrum tegundum. Algengast er "calcium salt" eða "free acid". Báðar tegundirnar eru vinsælar og virka svipað fyrir flesta. Í dag hafa rannsóknir ekki sýnt að annað sé betra en hitt.
Góð regla með öll bætiefni er að forðast þau sem eru með uppfyllingarefni, reyna að hafa vöruna sem hreynasta.
Hver er munurinn á HMB og kreatíni?
HMB er sérstaklega gott til að minnka niðurbrot á vöðvavefjum og því hjálpar okkur að verða tilbúin fyrir næstu æfingu sem fyrst. Kreatín aftur á móti gefur okkur kraft og aukinn styrk. Það hjálpar okkur að byggja upp vöðva en ekki að minnka niðurbrot þeirra. Því vinna þessi bætiefni vel saman.
HMB gerir engin kraftaverk, en þeir sem æfa mikið og vilja passa upp á vöðvamassann sinn þegar þeir eldast, ættu kannski að athuga hvort það virki fyrir þá. HMB fyrir gott fyrir endurheimt og það er það sem flestir þurfa. Til að ná sem bestum árangri er að taka það með reglulegum styrktaræfingum. Einnig er nauðsynlegt að passa að prótein inntakan sé nægilega mikil.



Comments