top of page

Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem hentar ykkur og ykkar þörfum. 

Við erum öll svo mismunandi og því er mikilvægt að við nærumst eins og best er fyrir okkur. 

 

Markmiðið með ráðgjöfinni er að þið getið útbúið hollar máltíðir sem hentar ykkur - án mikillar fyrirhafnar.

Næringarráðgjöf fyrir tvo með eftirfylgni

22.000krPrice
  • Næringarráðgjöfin er algjörlega einstaklingsmiðuð og fer eftir aðstæðum hvers og eins. Reynt verður að taka þínar venjur og bæta þær hægt og rólega. Mismunandi lífsstíll kallar á mismunandi næringu. 

    Eftir að þið hafið greitt fyrir ráðgjöfina, fáið þið sendar spurningar í tölvupósti. Báðir einstaklingar svara spurningunum eins vel og þeir geta og senda svörin á berglind@lifandilif.is.

    Ég mun þá byrja að vinna í upplýsingunum og við finnum tíma til að hittast á Teams. Fyrir tímann fáið þið sendar glærur með ýmsum upplýsingum sem þið getið verið búin að skoða. Tíminn sjálfur er um 55 mínútur og þar verður farið yfir stöðuna og svarað þeim spurningum sem þið hafið.

    Eftir tímann þá hafið þið 4 vikur í eftirfylgni. Þið getið sent mér matardagbók yfir það sem þið borðið (sendið fyrir eina viku í einu) eða sent mér myndir af öllu sem þið borðið (jafnóðum á whatsapp). Ég mun síðan senda ykkur ábendingar og hugsanlegar breytingar.  

    Einnig getið þið sent mér spurningar hvenær sem er á þessum 4 vikum.

bottom of page