top of page

Gamaldags hafragrautur klikkar aldrei. Þessi er dásamlegur með banana og kanil.


Hafragrautur er væntanlega einn algengasti morgunverður landsmanna og hefur verið um árabil. Hér er ein einföld, holl og góð uppskrift, alveg tilvalin á köldum dögum.


Uppskriftin gefur þér 2 skammta:


1.5 bolli vatn

1/4 tsk. kanill

1/3 bolli tröllahafrar

2 msk. rúsínur

1 bolli bláber, fersk eða frosin

1 stk. banani, skorinn í bita

1 stk. epli, skorið í smáa bita

2 msk. valhnetur, niðurskornar


Ef þú vilt bæta við prótein þá endilega bættu við próteindufti eða möndlu- / eða hnetusmjöri.


  • Setjið vatnið, kanill og hafrana í pott og látið malla þar til hafrarnir eru tilbúnir.

  • Bætið við bláberjum og banananum.

  • Hitið vel og hrærið, um ca. 5 mínútur.

  • Bætið við eplinu og valhnetunum og setjið í skálar.

Hafrar eru frábærir fyrir meltinguna enda mjög trefjaríkir. Þeir eru því líka frábærir til að halda blóðsykrinum stöðugum.

Kanill er einnig góður fyrir meltinguna og blóðsykurinn og því frábær viðbót í alla grauta. Kanill er einnig bólguhamlandi og vinnur á vírusum og bakteríusýkingum.

Valhnetur innihalda töluvert af omega-3 fitusýrum og eru því góðar fyrir æðarnar og einnig til að lækka ,,slæma"kólesterólið (LDL). Einnig eru þær auðugar af E vítamíni sem er m.a. gott fyrir húðina og af seratóníni sem er gott gegn þunglyndi.

Bananar eru frábærir fyrir og eftir æfingu. Þeir gefa okkur orku á tvo mismunandi vegu: mjög skyndilega en einnig hægt og rólega. Þeir eru auðugir af potassíumi sem er nauðsynlegt til að halda blóðþrýstingnum á góðum stað. Þeir eru einnig trefjaríkir og góðir við ýmsum óþægindum í maga.

Epli eru frábær fyrir bæði niðurgang og harðlífi, hvort sem líkaminn þarfnast. Alltaf þarf að þrífa epli vel og helst að borða skinnið. Þar er meira en helmingur af trefjunum, járni og C vítamíni.Comments


bottom of page