top of page

Acerca de

Untitled design (2).png

Næringarráðgjöf

Mörgum finnst allt of flókið og mikið vesen að breyta um mataræði.  Það eru óteljandi kúrar í gangi og upplýsingarnar eru svo margar og mismunandi.  En þarf þetta að vera svona flókið eins og margir vilja meina?

 

Næringarráðgjöf er tími sem fer fram á Teams og er algjörlega sérsniðinn að þínum þörfum.  Fyrir fyrsta tímann færð þú sendan spurningalista sem þú fyllir út eftir bestu getu og sendir til baka.  Þar koma m.a. fram spurningar varðandi núverandi mataræði, hvað hefur þú reynt áður og hvernig gekk það?  Hver eru þín markmið? Hverjir eru þínir veikleikar?  Hvers vegna nærð þú ekki markmiðum þínum? 

 

Þegar þú ferð yfir spurningarnar vil ég að þú virkilega veltir fyrir þér svörunum.  Ef þú vinnur undirbúningsvinnuna vel og sendir mér svörin - þá er mun auðveldara fyrir mig að undirbúa mig fyrir tímann.  Hvað verður farið í fer algjörlega eftir þínum markmiðum.  Ég mun einnig alltaf mæta þér þar sem þú ert!  Þekking okkar á hollu mataræði er svo mismunandi að ég vil alls ekki að tíminn fari í hluti sem þú veist og þarft ekki að fara yfir.

 

Ég mun alltaf vera búin að reikna út áætlaða grunnbrennslu.  Þar mun ég vinna með upplýsingar sem ég verð búin að fá sendar frá þér.  Einnig mun ég vera búin að reikna út hlutfall próteins, kolvetna og fitu (macros) sem hentar þínum markmiðum.    

 

Ef þú hefur einhverjar sérstakar óskir, endilega láttu mig vita fyrir tímann.  Markmiðið er alltaf að þú fáir sem mest út úr tímanum og saman finnum við leið sem hentar þér og þínum lífsstíl að ná þínum markmiðum.  

​

 

Hvað er innifalið og verð:

​

  • Næringarráðgjöf í 50 mínútur á Zoom.

  • Unnið eftir markmiðum hvers og sú aðferð fundin sem hentar hverjum og einum.

  • Útreikningar á grunnbrennslu og macros. 

    • ​Þegar talað er um grunnbrennslu þá er það þær kaloríur sem líkaminn brennur við það eitt að halda honum gangandi.  Í daglegu tali er talað um macros þegar við erum að tala um prótein, kolvetni og fitu.  Ég mun reikna út hvaða hlutfall af próteini, fitu og kolvetnum er best fyrir þig að borða miðað við þín markmið.  Þú munt sjá þær upplýsingar í % og grömmum.  Hver hlutföllin eru fer eftir hversu mikið þú hreyfir þig og markmiðum.  Síðan er það líka einstaklingsbundið.  Þannig það getur tekið svolítinn tima að finna hvað hentar hverjum og einum. Þitt er algjörlega valið hvort þú viljir telja macros.   Ef þú vilt það ekki þá höfum við ýmis önnur ráð sem henta þér kannski betur.   

  • Næringarráðgjöf- eftirfylgni eftir  u.þ.b 4 vikur í 30 mínútur.

  • Innskráning á innra net og/eða app.  Í appinu hefur þú aðgang af öllum gögnum sem ég sendi þér.  Einnig fara okkar samskipti fram þar. Þar sendir þú mér myndir af því sem þú borðar og ef þú vilt nota MyFitnessPal appið, þá getum við tengt það við þetta app svo ég geti fylgst betur með. 

​

​

  Kr :  10.000

​

Eftir fyrsta eftirfylgnistímann þá getur þú bætt við fleirum þegar þér hentar. Innifalið er 30 mínútur og eftirfylgni í 4 vikur.​

 Kr : 5.000

​

​

​

bottom of page