top of page

Virkar kreatín fyrir alla? Getur verið að genin okkar hafi áhrif á það hvernig kreatín virkar á okkur?


Kreatín er bætiefni sem hjálpar flestum að byggja upp vöðva
Kreatín eykur vöðvamassa sem hjálpar okkur að koma í veg fyrir meiðsli

Kreatín er orðið eitt vinsælasta bætiefnið í dag og ekki að ástæðulausu. Margir finna mikinn mun á sér strax á fyrstu dögunum eftir að þeir byrja að nota það. En síðan eru það sumir sem finna lítinn sem engan mun.


Fyrir stuttu byrtust niðurstöður af Spænskri rannsókn þar sem skoðað var hvort DNA einstaklinga hefði eitthvað að segja um hvernig kreatín virkaði á þá. Þættir sem voru skoðaðir voru hvernig kreatínið hefði áhrif á vöðvamassa, fituhlutfall, BMI og líkur á meiðslum.


Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru 161 fótboltamenn og var meðal aldurinn 26 ára. Þetta var fyrir og eftir rannsókn, sem byrjaði á því að þeir tóku kreatín sem bætiefni í 8 vikur. Þeir byrjuðu á að taka 20 gr. á dag í 5 daga. Síðan tóku þeir 3-5 gr. á dag í 7 vikur. Á þessum tíma æfðu þeir eins og venjulega. Venjulegar æfingar hjá þeim voru sambland af styrktarþjálfun, þolþjálfun og ýmiskonar tækniæfingum.


Eftir þessar 8 vikur fóru þeir allir í ýmiskonar próf og niðurstöðurnar bornar saman við 6 breytileika á 5 genum sem öll tengjast vöðvauppbyggingu og orkunýtingu.


Niðurstöðurnar voru að kreatín virkaði betur fyrir suma og hægt var að tengja það við ákveðin gen. Þeir einstaklingar sem kreatín virkaði best á náðu að byggja upp meiri vöðvamassa, minnka fitu og þar að leiðandi voru þeir síður líklegir til að meiðast.


Þetta segir okkur að það er hægt að skoða gen íþróttamanna og útbúa fyrir hvern og einn sérstakar bætiefnablöndur sem hentar þeim, í þessu tilfelli kreatín. Rannsóknir hafa margoft sýnt að kreatín virkar mjög vel fyrir marga. Það er auðveldara að byggja upp vöðvamassa sem minnkar meiðslahættu. Einnig er gott að hafa í huga að þó svo einstaklingur finni ekki svona mikinn mun eins og aðrir, þá getur vel verið að hann finni ávinning á að taka inn kreatín. Stundum þarf hann kannski örlítið stærri skammt en aðrir. Hann þarf kannski að prófa sig áfram.



Fyrir okkur venjulega fólkið, sem erum ekki að fara að láta skoða genin okkur, þá gagnast þessar upplýsingar okkur kannski ekki mikið.


Við vitum þó að kreatín getur hjálpað mörgum mjög mikið og því verðum við bara að prufa. Einnig skulum við hafa það í huga að þessi rannsókn var gerð á ungum, frískum karlmönnum. Það getur vel verið að sama niðurstaða væri ekki fengin ef um t.d. eldri konur væri að ræða.


En þegar uppi er staðið þá er best að einblýna á hollt mataræði, styrktarþjálfun og góða endurheimt. Öll önnur hjálp er auka plús.



Comments


bottom of page