top of page

Þeir sem ná árangri eru þeir sem skipuleggja sig! Nýttu þér frítt dagatal fyrir 2024.


Nú þegar styttist í áramót þá er tilvalið að setjast niður og hugsa um framtíðina.


Hvað langar okkur að gera á næsta ári?

Í hvaða stöðu viljum við vera eftir eitt ár? Eða fimm ár?

Hvernig ætlum við að komast á þann stað?


Að setja markmið er ekki erfitt. Við eigum flest okkar drauma. Vandamálið er framkvæmdin.


Við þurfum að skipuleggja allt frá A - Ö til að geta uppfyllt suma drauma. Og síðan þurfum við að fylgja planinu. Alla daga. Allt árið. Fæstir ná að fylgja því 100%. Það er allt í lagi. Aðal málið er að standa strax aftur upp og halda áfram. Oftar en ekki þurfum við síðan að staldra við og aðlaga planið, breyta og bæta. Það er bara eðlilegt. Aðal málið er alltaf að gefast samt ekki upp.


Þegar draumar eru stórir og markmiðin há þá getur verið gott að nýta sér öll tól sem við getum. Hér fyrir neðan er dagatal fyrir árið 2024 þar sem þú getur vegið og metið frammistöðu þína hvern mánuð fyrir sig.


Hver sem ástæðan er þá eru fæstir sem láta drauma sína rætast. Ekki þú vera einn af þeim!


0 comments

Comments


bottom of page