top of page
Writer's pictureBerglind Ósk Magnúsdóttir

Kjúklingasalat sem tilvalið er að setja á gróft brauð. Orkumikið og dásamlega gott.

Updated: Nov 13, 2023


Þetta frábæra kjúklingasalat er svolítið öðruvísi en alveg rosalega gott ofan á gróft og hollt brauð. Tilvalið að búa sér til samloku í hádeginu sem gefur orku og næringu sem endist fram að kvöldmat.


Þessi uppskrift gefur þér salat í ca. tvær samlokur:


2 eldaðar kjúklingabringur

3 msk. þurrkuð trönuber

3 msk. ristaðar furuhnetur

1 stk. epli

¼ bolli mæjónes eða létt mæjónes

¼ bolli sýrður rjómi (líka gott að nota grískt jógúrt)

1 msk. hunangs sinnep eða annað gott sinnep

1 tsk. karrí

Kál og/eða annað grænmeti

Gróft brauð


  • Skerið kjúkling, trönuber, furuhnetur og epli í litla bita og blandið saman í skál. Einnig er hægt að hakka allt saman gróflega í matvinnsluvél.

  • Setið í aðra skál, mæjónes, sýrðan rjóma, sinnep og karrí og hrærið allt vel saman. Blandið síðan kjúklingablöndunni saman við.

  • Setjið síðan salatið á brauð ásamt grænmeti.




Epli hafa lengi vel verið rómuð fyrir hollustu en samt er eins og það gleymist að setja þau á innkaupalistann hjá mörgum. Þau eru mjög trefjarík og hjálpa þér einnig að hafa hemil á blóðsykrinum. Hýðið er sérstaklega næringarríkt en mikilvægt er að þrífa öll epli sem keypt hafa verið í stórmörkuðum því gjarnan eru þau með ákveðinni vaxhúð til að halda þeim ferskum lengur. Rauð epli eru sérstaklega góð fyrir taugakerfið þar sem að þau hafa hærra hlutfall andoxunarefna en önnur epli.


Furuhnetur eru góður próteingjafi ásamt því að innihalda töluvert af K vítamíni, sem m.a. styrkir beinmyndun í líkamanum og hægir á beinhrörnun. Einnig innihalda þær mikið af magnesíumi og kalíumi, sem hjálpar líkamanum að halda reglulegum hjartslætti og lágum blóðþrýstingi.


Trönuber hafa gjarnan verið notuð sem náttúrulækning við þvagfærasýkingu. Einnig geta þau gagnast vel við bólgum þar sem þau innihalda töluvert magn af C-vítamíni og andoxunarefnum.

Comments


bottom of page