top of page

Orkugefandi Matcha sítrónu boost er frábær morgunmatur sem nærir bæði líkama og sál - tilvalinn fyrir konur á breytingaskeiðinu


Það er fátt betra en að byrja daginn með heilsusamlegum morgunmat sem gefur okkur orku vel fram að hádegi.


Matcha duft er bæði adoxunar- og koffínríkt og því tilvalið í staðinn fyrir kaffi.


Braselíuhnetur eru stútfullar af selen sem gegnir mikilvægu hlutverki við efnaskipti í líkamanum og getur selenskortur m.a. haft áhrif á virkni skjaldkirtilsins.


Maca duft styður við kynhormónin estrógen og prógesterón. Það hafa rannsóknir sýnt að maca geti verið jafn áhrifaríkt og hormónameðferð fyrir konur sem ganga í gegnum breytingaskeiðið.


Hampfræ eru próteinrík og stútfull af góðum fitusýrum. Þau eru því frábær fyrir húðina og hjartað. Þau eru einnig góð fyrir hormónana og því tilvalin fyrir konur með slæma tíðaverki og á breytingaskeiðinu.


Hörfræ eru trefjarík og góð fyrir meltinguna. Þau eru frábær fyrir þá sem þurfa að lækka kólesterólið og hlúa að þarmaflórunni.


Sítrónusafinn gefur helling af C vítamíni sem er nauðsynlegt fyrir húðina og ónæmiskerfið.


Uppskriftin gefur okkur einn mjög veglegan skammt:


375 ml vatn (eða meira, fer eftir smekk)

1 bolli klettasalat (eða annað salat)

½ avócadó

1 daðla (eða 4 dropar af stevíu)

4 braselíuhnetur

3 msk ferskur sítrónusafi

2 msk mulin hörfræ

1 msk maca duft

1 ½ msk hampfræ

1 tsk fersk engifer /engifer safi

1 tsk matcha duft

¼ tsk ceylon kanill

1 skeið próteinduft (eða hreint skyr)

Klakar eftir smekk


Öllu er blandað saman í blandara.


Þessi morgunmatur er tilvalinn fyrir alla sem lifa annasömu lífi og þurfa orku til að vera á ferðinni og skarpa hugsun. En vegna þess hversu mikið er af hollri fitu og lítið af kolvetnum þá er þetta ekki góður morgunmatur rétt fyrir æfingu ❤️.

 

Comments


bottom of page