top of page

Dásamlegur hnetusmjörs hafragrautur með banana - frábær til að grípa með á annasömum dögum.

Updated: Nov 29, 2023


Hnetusmjör og bananar er algjörlega frábær blanda! Þessi morgunverður er gerður kvöldið áður og því hentugur fyrir þá sem eru alltaf að drífa sig á morgnana.


Þessi dásemd er fyrir einn:


1 bolli mjólk eða jurtamjólk að eigin vali

1/2 bolli haframjöl

1 tsk. hnetusmjör (eða möndlusmjör), best að hafa 100% hnetur - ekkert annað

1/2 banani, skorinn í bita

1 msk. chia fræ eða 1 msk. hörfræ (bæði fyrir þá sem vilja meiri orku)


  • Öllu blandað saman í krukku eða box með loki. Geymist í ísskáp yfir nótt- tilbúið til að grípa með næsta morgun.

Comentários


bottom of page