Einstaklingsmiðuð næringarráðgjöf sem hentar þér og þínum þörfum.
Við erum öll svo mismunandi og því er mikilvægt að við nærumst eins og best er fyrir okkur.
Markmiðið með ráðgjöfinni er að þú getir útbúið hollar máltíðir sem hentar þér - án mikillar fyrirhafnar.
Næringarráðgjöf með eftirfylgni
Næringarráðgjöfin er algjörlega einstaklingsmiðuð og fer eftir aðstæðum hvers og eins. Reynt verður að taka þínar venjur og bæta þær hægt og rólega. Mismunandi lífsstíll kallar á mismunandi næringu.
Eftir að þú hefur greitt fyrir ráðgjöfina þá færðu sendar spurningar í tölvupósti. Þú svarar spurningunum eins vel og þú getur og sendir svörin á berglind@gmail.com.
Ég mun þá byrja að vinna í upplýsingunum og við finnum tíma til að hittast á Teams. Fyrir tímann færðu sendar glærur með ýmsum upplýsingum sem þú getur verið búin að skoða. Tíminn sjálfur er um 55 mínútur og þar verður farið yfir stöðuna og svarað þeim spurningum sem þú hefur.
Eftir tímann þá hefur þú 4 vikur í eftirfylgni. Þú getur sent mér matardagbók yfir það sem þú borðar eða fengið aðgang að appinu mínu. Þar getur þú sent mér myndir af því sem þú borðar og ég sent þér línu um hvað væri gott að bæta og breyta. Einnig getur þú sent mér spurningar hvenær sem er.