Acerca de
Mat á hreyfifærni
Hentar öllum sem að:
-
Finna fyrir einhverjum verkjum sem hamla ákveðnar hreyfingar
-
Vantar ákveðinn liðleika til að gera ákveðnar hreyfingar
-
Gera sömu hreyfinguna aftur og aftur vegna vinnu eða áhugamáls
-
Stunda íþróttir þar sem álagið er mikið á ákveðna vöðva, t.d golfara, hlaupara, hjólreiðafólks, blakfólks og fleiri.
Líkaminn okkar er ótrúlega fullkominn og hann vinnur sem ein heild til að leysa þau verkefni sem við gefum honum. Vöðvarnir skiptast í vöðvahópa sem að vinna saman við að leysa verkefnin á sem skilvirkastan hátt. Ef álagið verður of mikið á einn vöðva og hann ekki nægilega sterkur, þá grípur annar vöðvi inn í og aðstoðar. Þá þarf að styrkja þann vöðva sem höndlaði ekki álagið. Einnig geta vöðvarnir verið of stuttir og þá þarf að lengja þá með teygjum.
Líkaminn lætur okkur alltaf vita þegar komið er svona vöðvaójafnvægi. Það er aftur á móti sjaldnast sem við hlustum á hann og einnig gætum við hreinlega misskilið hvað hann er að segja okkur.
Vöðvaójafnvægi er algengt eftir meiðsli eða þegar endurtekningar á ákveðinni hreyfingu eru miklar. Það kemur t.d. fyrir að hárgreiðslufólk þurfi að finna sér annan starfsframa vegna þess að það getur ekki stundað vinnu sína áfram vegna álags á herðar og hendur. Einnig er mikilvægt fyrir íþróttafólk að vera meðvitað um hvaða vöðvahópa það notar og vita hvaða vöðva er mikilvægt að styrkja og hvaða vöðva er betra að lengja.
Mat á hreyfifærni er tími sem fer fram á Teams.
Fyrir tímann þá sendi ég þér spurningalista sem þú svarar eins vel og nákvæmlega og þú getur. Í tímanum byrjum við á stuttu spjalli. Síðan gerir þú nokkrar léttar æfingar og ég skoða hvernig þú gerir þær. Ég sendi þér síðan ítarlega skýrslu um vöðvaójafnvægi í líkamanum þínum, ásamt æfingum og teygjum sem henta þér. Æfingarnar getur þú séð með því að innskrá þig inn á innra net eða sækja app sem ég gef þér upplýsingar um.
Hvaða tæki þarf ég að eiga?
Þar sem að tíminn fer fram á Zoom þá er æskilegt að þú reynir að stilla myndavélinni þannig að ég sjái þig sem best. Þú þarft ekki að fjárfesta í nýjustu græjunum en gott væri að þú værir með sæmilega góða myndavél og nokkuð góðan skjá þannig að þú sjáir mig líka þegar ég sýni þér hvað þú átt að gera. Sæmilega góð spjaldtölva virkar vel. Þú þarft engin æfingatæki. Best er að vera í sem þrengstum fatnaði og berfætt.
Hvað er innifalið og verð:
-
Stutt spjall um það sem kemur fyrir í þínum svörum við spurningunum sem þú færð sendar fyrir tímann.
-
Hreyfigreining (tíminn er samtals um 50 mínútur)
-
Skýrsla um niðurstöður ásamt æfingum . Æfingarnar getur þú skoðað í appinu í fjórar vikur.
-
Ótakmörkuð tölvupóstsamskipti ef spurningar vakna í 4 vikur eftir að þú færð sendar æfingarnar.
Kr: 10.000
Hægt er að bóka tíma í eftirfylgni. Það getur verið eftir 4 vikur eða seinna (og eins oft og þú vilt). Þá hittumst við aftur á Zoom og þú endurtekur æfingarnar sem þú gerðir í fyrsta tímanum. Þú færð síðan senda skýrslu eins og áður, ásamt nýjum æfingum og teygjum sem henta þér.
Kr: 5.000