top of page

Acerca de

Freelancer

Markmið og einbeiting

Vilt þú gera breytingar í þínu lífi?

Góð heilsa og almennt heilbrigði samanstendur af svo mörgum þáttum. Við þurfum að hafa grunnþekkingu á næringu og hreyfingu til að líða sem best.  Einnig er nauðsynlegt að fá nægan svefn, huga að félagslegum þáttum og halda streitu í lágmarki. Stundum vantar okkur ekki þekkinguna.  Við vitum alveg hvað þarf til að ná fram breytingum - en samt gerist ekkert.  Stundum þurfum við bara örlitla aðstoð til að koma okkur í gang og einhvern utanaðkomandi sem sér hlutina kannski aðeins öðruvísi en við sjálf.  

Markmið og einbeiting eru tímar fyrir þá sem vilja sjá breytingar í lífinu.  Það getur verið að koma á nýrri morgunrútínu fyrir fjölskyldumeðlimi, borða hollara fæði, hreyfa sig meira, klára ákveðið nám eða bara hvað sem er.  Í sameiningu förum við yfir stöðuna á hlutlausan hátt. Setjum viðeigandi og raunhæf markmið.  Finnum síðan aðferðir til að ná markmiðunum.    

Markmið og einbeiting eru tímar sem fara fram á Teams. 

Hvað er innifalið og verð?

Fyrir tímann færðu sendan spurningalista sem þú svarar eins vel og þú getur.  Síðan sendir þú svörin til mín svo ég geti undirbúið mig sem best fyrir tímann. 

  • Markmið og einbeiting - 50 mínútur á Teams.   Í fyrri tímanum er staðan tekin og farið yfir sýnileg vandamál.  Hvers vegna hafa ekki fyrri tilraunir tekist? Við setjum saman raunhæf markmið - krefjandi en samt vel gerandi. Hvernig er draumastaðan? Hvaða breytingar þarf að gera?  Síðan finnum leiðir sem henta þér til að vinna í breytingum.  

  • Eftirfylgni - 30 mínútur á Teams.  Eftir u.þ.b 4 vikur hittumst við aftur og förum yfir stöðuna.  Hvernig gekk?  Þarf að gera fleiri breytingar?

  • Innskráning á innra net og/eða app þar sem þú færð stuðning á milli fyrri og seinni tímans.

 Kr : 10.000

 

Hægt er síðan að kaupa eftirfylgnistíma (30 mínútur) þegar hentar.

  • Markmið og einbeiting - eftirfylgni í 30 mínútur á Teams.

  • Aðgangur að innra neti og/eða appinu í fjórar vikur.

 Kr : 5.000

Mig langar að vekja athygli á því að ég er ekki menntaður sálfræðingur og hvet ég alla sem telja sig þurfa á sálfræðingi að halda að leita frekar til hans en mín.  Ég er aftur á móti með MSc í Human Resource Management (Mannauðsstjórnun) og NASM- BCS (Behavior Change Specialist).

bottom of page