Þjálfun

Lifandi Líf býður upp á lífstíls þjálfun - Lifandi Lífsstíll - sem er markviss þjálfun í nýjan og bættan lífsstíl.  Þar er tekið fyrir næring, þjálfun og andleg heilsa.  

 

Lifandi Lífsstíll er lífsstíls prógramm fyrir fólk á öllum aldri sem vill temja sér heilbrigðari lífshætti. Þessi leið er tilvalin fyrir þá sem leita eftir aðstoð, ráðgjöf og aðhaldi til heilsusamlegra lífs.
Þessi leið krefst þó töluverðrar vinnu og sjálfsskoðunar sem er undirstaða árangursins.

Innifalið er næringarráðgjöf, markmiðasettning, hjálp við að finna hreyfingu sem hentar og aðstoð til að finna innri frið og ró, m.a. með aðgang á hugleiðslum á íslensku.  

Markmiðið er að hver og einn finni sína leið að bættri heilsu.

 

Endilega sendu okkur línu ef þú vilt meiri upplýsingar:  lifandilif@lifandilif.is

 

 

 

Um Þjálfarann

Hulda Dagmar Magnúsdóttir

  • Lærður einkaþjálfari frá einkaþjálfara skóla WC.
  • Viðbótar diploma í Lýðheilsuvísindum frá HÍ.
  • Landsliðskona í Taekwondo og hefur unnið til margra verðlauna í þeirri íþrótt.
  • Hefur stundað jóga og hugleiðslu frá unglingsaldri og tekið mörg námskeið í gegnum árin í Zen hugrægt, sjálfsdáleiðslu, ilmolíu notkun, Reiki og kristalsheilun. 
  • Greindist með vefjagigt árið 2005 – með réttu mataræði og réttri hreyfingu hefur hún að mestu náð fyrri lífsgæðum.  
  • Hulda leitast við að skoða heilbrigði og vellíðan út frá heildrænu sjónarhorni, allt frá neysluvenjum til umhverfis og utanaðkomandi áhrifa.

 

 

 

 

Æfingateygjur

Fimm misstífar æfingateygjur fyrir alla vöðva líkamans


1.000kr
Uppselt