• om
 • leibeiningar-bdda12_3
 • om-vegglmmii1

OM vegglímmiði

Verð : 2.000kr 3.999kr

Vörunúmer : LÍ5

Lagerstaða : Til á lager


Vegglímmiði úr vínilfilmu með mynd af tákninu OM.  Hentar vel inn á bæði heimili og fyrirtæki.  

Stærð: 60 cm  x 60 cm.  

Límmiðinn er í þremur lögum -  OM liggur í miðjunni.

 

Leiðbeiningar (myndalýsingar og enskur texti fylgja með límmiðanum): 

 1. Hreinsið vegginn mjög vel þar sem límmiðinn á að fara á.  Látið vegginn þorna vel áður en límmiðinn er settur á hann.  Athugið að ef nýbúið er að mála vegginn þá er mikilvægt að það líði að minnsta kosti 2 vikur þangað til límmiðinn er límdur á.
 2. Fletjið límmiðann út og notið sköfu/ kreditkort eða eitthvað álíka til að skafa allar krumpur og bólur í límmiðanum.  
 3. Finnið út nákvæma staðsetningu á límmiðanum og notið málningalímband á hornin til að hengja hann upp.  Límmiðinn á því að vera nákvæmlega á þeim stað þar sem þú vilt hafa hann en ennþá í öllum þremur lögunum. 
 4. Takið málningalímband og límið yfir límmiðann miðjann.  Takið límböndin (sem eru á hornunum) af öðrum meginn.  
 5. Flettið helmingnum af efsta laginu en passið að OM fylgi þar með.  Notið skæri til að klippa af hvíta pappírinn sem er aftasta lagið.
 6. Leggið límmiðann á vegginn, passið að ekki komi krumpur og bólur.
 7. Notið sköfu eða kreditkort til að ná öllum krumpum og bólum. 
 8. Fjarlægið restina af málningalímbandinu og takið hvíta pappírinn allan frá.  Fletjið límmiðann á vegginn og forðist allar krumpur og bólur.
 9. Notið sköfu eða kreditkort til að fara yfir allan límmiðann þannig það séu engar krumpur eða bólur á myndinni.
 10. Byrjið á því að taka efstu filmuna af á hornunum og fjarlægið hana rólega.  Passið að allt OM verði eftir á veggnum.
 11. Rennið yfir límmiðan með tusku til að fjarlægja öll óhreinindi sem gætu sitið eftir.   

Límmiðarnir eru framleiddir í Bandaríkjunum.

Nýlegar Vörur