• mudras-element

Mudras fyrir ,,elementin" fimm

Verð : 4.499kr

Vörunúmer : SA1.2

Lagerstaða : Til á lager


 

 

Þetta fallega Mudru sett er einfalt í notkun og sérstaklega hannað til að auðvelt sé að setja sig inn í notkun á Mudrum og iðkun þeirra.
Þetta sett sýnir hina fimm þætti eða „element“ Jörð, vatn, loft, eld og rúm, sem búa í okkur sjálfum og umhverfi okkar. Settið samanstendur af samtals 40 fallegum spjöldum sem sýna myndir og upplýsingar um hin 5 „element“ og 35 Mudrur sem sérstaklega eru valdar til að vekja orku þessara „elementa“ sem við getum svo nýtt okkur til uppbyggingar. Settinu fylgir einnig 124 blaðsíðna lítil bók, með nánari upplýsingum um Elementin, Mudrurnar og notkunarmöguleika þeirra.

 

Þetta sett má bæði nota eitt og sér en einnig er það kjörið í bland með hinu Mudru settinu um orkulíkamann.

 

Orðið Mudra kemur úr Sanskrít og er samansett úr orðunum „Mud“ og „Dhra“ sem má þýða sem einskonar „alsælu“ og „inntaka eða úrlausn“. Mudra er ákveðin staða með líkamanum, höndum eða augum, sem veldur auknu orkuflæði í líkamanum og ákveðnu hugarástandi. Mudrur eru afar mikilvægur þáttur í mörgum trúarbrögðum og listum, sérstaklega í menningarheimi Indverja, og ná heimildir um notkun þeirra allt aftur til um 1.500 f.kr

 

Mudra er skilgreind sem tákn sem myndað er með höndum, líkama eða augum með það að markmiði að bæta andlega og líkamlega heilsu. Mörg hundruð Mudrur eru þekktar í Indlandi og Tíbet. Lang flestar þeirra eru fyrir hendur en gömul hefð er einnig fyrir Mudrum í dansi og leiklist. Mjög algengt er að nota Mudrur með yoga, hugleiðslu og möntrum og eru Mudrur stundum nefndar „yoga fyrir hendur“. Dæmi um Mudru sem flestir þekkja er þegar hendur eru settar í bænastöðu við hjartað.

 

Þegar þessar tilteknu handaæfingar eru gerðar geislar lífsorka (S. Prana) út um orkustöðvar okkar og flæðir um líkamann, lífsorka sem venjulega sleppur úr líkamanum. Iðkun Mudra hindrar þennan orkuleka og beinir orkunni inn í líkamann til þess að stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Meðal helstu ávinninga af Mudru iðkun er; aukin orka, bættur svefn, minni streita, léttari lund og almennt bætt andlegt jafnvægi.