• Piparmyntu
  • organiclogos2_2

Lífræn piparmyntu ilmkjarnaolía

Verð : 1.874kr 2.499kr

Vörunúmer : BAeokit-2-Pip

Lagerstaða : Til á lager


Piparmyntu ilmkjarnaolían frá Nature´s Oils er lífræn, 100 % náttúruleg og án allra aukaefna.  Hún er unnin bæði úr blómunum efst á piparmyntu plöntunni ásamt grænu blöðunum.  

Piparmyntu ilmkjarnaolíu er hægt að nota á ýmsa vegu og hér koma aðeins örfá dæmi um gagnsemi hennar:

  • Þreyttir liðir og aumir vöðvar - Þar sem að ilmkjarnaolían er kælandi þá er gott er að setja nokkra dropa (2-4) af olíunni í burðarolíu og nudda auma svæðið með blöndunni.  Einnig er hægt að nota vatn í stað burðarolíunnar og spreyja á þreytta svæðið.  Einnig er gott að bæta við lavender olíu í blönduna.  
  •  Til innöndunar - Sérstaklega endurnærandi er að sjóða vatn og setja 2-4 dropa af olíunni út í vatnið.  Anda síðan að sér gufunni. 
  • Í hársvörðinn -  Nokkrir dropar út í sjampóið geta verið einstaklega afslappandi og notalegt.  Best er að nudda sjampóinu vel í hársvörðinn og hinkra í augnablik þar til olían fer að virka. 
  • Við sólbruna -  Þar sem að ilmkjarnaolían er kælandi þá er gott að blanda nokkrum dropum af henni við kókoshnetuolíu og bera á sólbrunann.