• Ecalyptus
  • organiclogos2_1

Lífræn Eucalyptus Globulus ilmkjarnaolía

Verð : 1.499kr 1.999kr

Vörunúmer : BAeokit-2-Euc

Lagerstaða : Til á lager


Eucalyptus Globulus ilmkjarnaolían frá Nature´s Oils er lífræn, 100 % náttúruleg og án allra aukaefna.  

Eucalyptus ilmkjarnaolíu er hægt að nota á ýmsa vegu og hér koma aðeins örfá dæmi um gagnsemi hennar:

  • Gegn kvefi og flensueinkennum -  Eucalyptus ilmkjarnaolíur eru tilvaldar til að nota til að aðstoða líkamann við að losna við alls konar bakteríur og sýkla sem vilja setjast að í honum þegar við finnum fyrir lasleika.  Gott er að setja nokkra dropa af olíunni í rakatæki eða ilmolíulampa áður en farið er að sofa.  Þá getur líkamann nýtt sér eiginleika olíunnar alla nóttina.  Einnig er gott að sjóða vatn í fat og setja nokkra dropa af olíunni í vatnið og anda að sér í 5-10 mínútur.  
  • Gegn flösu og viðkvæmri hársrót -  Nokkrir dropar af eucalyptus ilmkjarnaolíu út í aðra grunnolíu, t.d. kókoshnetuolíu eða ólivu olíu, getur haft róandi áhrif á viðkvæma hársrót og hjálpað til að hafa hemil á flösunni.  
  • Góð handsápa -  Eucalyptus ilmkjarnaolíu er tilvalið að blanda saman við sjávarsalt og epsom salt.  Blöndunni er síðan nuddað við fitugar og skítugar hendur til að ná öllum óhreinindum.  Einnig er þessi blanda góð fyrir viðkvæma og sárar hendur og fætur þar sem ilmkjarnaolían hefur græðandi áhrif.  
  • Fyrir heimilið -  Ásamt því að eucalyptus ilmkjarnaolían hefur ferskan og góðan ilm þá er hún einnig bakteríudrepandi.  Því er tilvalið að setja nokkra dropa af henni út í allt sem tengist heimilisþrifum, t.d. þvottaefnið, sápur, skúringavatnið, klósettið og listinn er endalaus....