• v201609231319405955550x550
  • v201609231319407891550x550
  • v201609231319409674550x550

Hlæjandi Buddha

Verð : 1.874kr 2.499kr

Vörunúmer : PI18113

Lagerstaða : Uppselt

Uppselt

Stytta með Hlæjandi Buddha.  Hefð er fyrir því að nudda bumbuna á Hlæjandi Buddha til að öðlast hamingju og velgengni. 

Stærð: 21,5 x 16 x 13,5 cm. 
Þyngd: 605 gr

 

Upprunalega var hann kallaður Hotei (Japan) eða Budai eða Pu-Tai (Kína) en þekktastur er hann sem Hlæjandi Buddha (Laughing Buddha). Ímynd hans er byggð á ævafornum munk sem var einstaklega vinalegur, gjafmildur og með afskaplega breytt bros.  Vingjarnleiki hans og góður persónuleiki varð til þess að hann var kallaður Framtiðar Buddha (Future Buddha) en vegna þess hversu brosmildur hann var þá festist gælunafnið Hlæjandi Buddha við hann.

  

Samkvæmt ævafornum sögum, þá þræddi þessi káti munkur bæina og breyddi út boðskap sinn sem var að breyða út hamingju og ánægju hvert sem hann færi.  Aðdráttarafl hans var svo mikið að fólk átti það til að þyrpast í kringum hann og ekki var hann síður vinsæll hjá börnunum.  Hann var þekktur fyrir að dreifa sælgæti og litlum leikföngum sem hann geymdi í skjóðu sinni til að gleðja litlu krílin.  Þegar honum fannst verki sínu vera lokið, þá lagði hann skjóðu sína niður og byrjaði að hlæja einstaklega smitandi hlátri þannig að allir í kringum hann byrjuðu að hlæja.  Þá var verki hans lokið og áfram hélt hann til næsta bæjar til að dreifa hamingju og ánægju.  

 

Hans hugmyndafræði var einstaklega falleg.  Þeim mun meira sem hann gaf, þeim mun meira fékk hann til baka.  Skjóða hans var tákn um öll þau vandamál sem einstaklingar hafa í lífinu.  Með því að leggja niður skjóðu sína og byrja að hlæja, þá var hann að leggja niður öll vandamálin og hló að þeim.  Það skipti ekki máli hvort þú hlærð eða grætur að vandamálunum, þau breytast ekki og hvað þá hverfa.  Galdurinn liggur í hlátrinum, því þegar hlegið er þá virðast vandamálin vera smærri og þá eru þau viðráðanlegri.  

 

Hann fór í gegnum lífið hlæjandi og eftir að hann dó þá var hann ekki hættur að grínast og gantast.  Þegar hann vissi að hann ætti stutt eftir, þá bað hann vin sinn um að brenna líkama sinn sem allra fyrst eftir dauða sinn.  Þó svo að það væri ekki venjan þá varð honum að ósk sinni.  Um leið og líkami hans var brenndur þá skutust flugeldar úr klæðum hans þannig að úr varð hin mesta flugelda sýning.  Allt gert til að gleðja þá sem hryggir voru eftir dauða hans.