top of page

Trefjaríkur chia grautur með banana og bláberjum



Þessi einfaldi og saðsami chia grautur er frábær til að grípa í þegar tíminn er lítill. Hér kemur góð grunnuppskrift og það er um að gera að nota hugmyndaflugið og breyta henni og bæta eftir smekk.


Þessi uppskrift er fyrir einn. Hún er 293 kaloríur, þar af 10g prótein og 46g kolvetni. Til að auka prótein magn, þá er gott að bæta við skeið af prótein dufti. Chia fræin eru ekki bara með hátt hlutfall af omega-3 heldur innihalda þau einnig hátt hlutfall af trefjum. Í þessarri uppskrift eru trefjarnar 12g:


1/2 bolli hemp- eða möndlumjólk, ósæt

2 msk. chia fræ

2 msk. haframjöl

1/2 banani, skorinn í bita

1/2 bolli fersk eða hálf frosin bláber


  • Setjið mjólkina í skál og blandið vel saman við chia fræin og haframjölið. Látið bíða í 10 mínútur. Einnig er hægt að gera þetta kvöldið áður og láta sitja yfir nótt í ísskáp.

  • Bætið við banana og bláberjum rétt áður en borðað er.

Comments


bottom of page