top of page

Möndlur í stað íbúfens?

Updated: Jul 21, 2022

Til eru margar tegundir af höfuðverkjum, allt frá því að vera smá seiðingur upp í það að vera mjög alvarlegt mígreni.  Það skiptir eiginlega ekki máli hversu höfuðverkurinn er mikill, í öll skiptin er hann virkilega óþægilegur og flestir taka inn allt of mikið að verkjalyfjum til að stöðva hann.  Vísindamenn hafa komist að því að hnetur geta aðstoðað okkur að minnka höfuðverkinn og þar að leiðandi minnkað notkun verkjalyfja.  Möndlur sem dæmi, innihalda efnið salicin, sem breytist í salicylic sýru í líkamanum.  Það er sama efnið sem myndast þegar aspirin er brotið niður í líkamanum.  Aspirin hefur löngun verið þekkt verkjalyf við ýmiskonar höfuðverkjum. Það er þó ekki þar með sagt að best sé að innbyrða 100 möndlur þegar við fáum höfuðverk.  Best hefur reynst að borða að jafnaði 10-15 möndlur dag hvern.  Með tímanum minnka höfuðverkjaköstin.  Að sjálfsögðu ættu þeir sem eru með ofnæmi að leita annarra leiða.    


Ef að einhverjum ástæðum möndlurnar virka ekki á þig sem náttúrulegt verkjalyf þá er ágóðinn að því að borða möndlur daglega samt sem áður mikill.  Möndlur eru ríkar í magnesíum, vítamíni E og hafa einning örlítið af B2 vítamíni.  Þær eru einnig stútfullar af góðum fitusýrum sem ýta undir seddutilfinningu.  Rannsóknir hafa einmitt gefið til kynna að þeir sem borða möndlur reglulega, þyngjast ekki á því.  Meiri líkur eru á því að þeir léttist.

Comments


bottom of page