top of page
Writer's pictureBerglind Ósk Magnúsdóttir

Kalkúnabollur með spagettí - hollar og rosalega góðar. Frábærar fyrir íþróttafólkið.

Updated: Nov 29, 2023


Þessar kalkúnabollur eru alveg dásamlega góðar ásamt því að vera meinhollar. Kalkúnn er próteinríkur ásamt því að vera með mjög lágt hlutfall fitu og því tilvalinn fyrir þá sem vilja passa mittismálið og/eða byggja upp vöðva.


Það getur þó verið erfitt að fá kalkún nema rétt yfir hátíðir, því getur verið hentugra (og ódýrara) að nota kjúkling sem einnig er með hátt hlutfall próteins og lágt af fitu.


Fyrir þá sem vilja fá smá járn boost, þá er hægt að nota gott nautahakk og búa til dýrindis kjötbollur.



Þessi uppskrift er ca. fyrir fjóra og gefur þér um 12-16 bollur:


1/2 bolli parmesan ostur, smátt rifinn (má sleppa fyrir þá sem vilja minnka fituna)

1/3 bolli möndlumjöl

1/4 bolli steinselja, smátt skorin

1/2 tsk. hvítlaukskrydd

1/2 tsk sjávarsalt, fínmalað

1/4 tsk. svartur pipar, fínmalaður

500 g. kalkúnahakk (einnig hægt að nota kjúklinga- eða nautahakk)

1 stk. egg



  • Hitið ofninn í 200 °C

  • Í stóra skál, blandið saman parmesan ostinum, möndlumjölinu, steinseljunni, hvítlaukskryddinu, saltinu og piparnum.

  • Bætið síðan við kalkúninum og egginu og blandið saman með höndunum. Látið bíða í skálinni í 15 mínútur.

  • Notið hendurna eða skeið til að búa til litlar kúlur úr blöndunni og setjið á eldfast mót eða á bökunarpappír. Það ætti að vera um 12-16 kúlur, stærð eftir smekk.

  • Bakið í ofninum í 15 mínútur og snúið síðan bollunum. Bakið í aðrar 15 mínútur. Bollurnar ættu að vera ljósbrúnar (og ekkert bleikt inni í þeim).

Bollurnar eru síðan bornar fram með spagettíi og spagettí sósu og ekki er verra að hafa nóg af steinselju til að dreifa ofaná.



Steinselja gefur ekki bara rosalega gott bragð heldur er hún stútfull af andoxunarefnum ásamt því að vera frábær fyrir meltinguna. Hún er einnig auðug af K- vítamíni sem t.d. vernda beinin og A- vítamíni sem t.d. vernda augun. Það er auðvelt að setja steinselju út á salöt, súpur, pastarétti og í boostið.

Comments


bottom of page