top of page

Jafnvægis- og styrktaræfingar eru nauðsynlegar fyrir alla!
Það sem við ekki æfum og notum - það missum við einn daginn. Með aldrinum þá förum við hægt og rólega að missa styrk og vöðvamassi okkar minkar. Það sama má segja með jafnvægið. Það að standa á einum fæti í 30 sekúndur - eitthvað sem okkur fannst ekkert mál hér áður fyrr - verður allt í einu bara erfitt.


Það er alls ekki flókið að gera jafnvægisæfingar og það er heldur ekki erfitt. Aðal málið er að byrja rólega. Ná tökum á einni æfingu áður en við höldum í erfiðari æfingu. Reyna að miða við um 30 sekúndur - gera æfinguna alltaf erfiðari og erfiðari.


Þegar við aukum erfiðleikastig þá getum við t.d. hreyft höfuðið rólega til hægri og vinstri á meðan við gerum æfinguna. Einnig getum við gert æfinguna ofan á púða sem gerir það að verkum að við erum óstöðug. Einnig getum við lokað augunum. Aðal málið er að gera æfinguna alltaf örlítið erfiðari og ná tökum á henni. Gera æfingarnar reglulega og það mun marg borga sig.


Hér er örlítið dæmi um æfingar sem getur þú getur byrjað á:
Comments


bottom of page