Það má segja að hrísgrjón séu næst því að vera hin fullkomna fæða enda eru þau uppistaða næringu helmings íbúa jarðarinnar. En það eru ótrúlega mörg afbrigði til af hrísgjónum og eru þau vissulega mis holl. Hin hefðbundnu hvítu hrísgrjón eru unnin og búið taka mikið af næringarefnum úr þeim. Betri kostur eru brúnu hrísgrjónin sem eru minna unnin og full af næringu. Þau innihalda töluvert af magnesíumi sem marga skortir. Einnig eru þau rík af B1-vítamíni og járni og töluvert af sinki.
Vilt hrísgrjón eru í raun ekki hrísgrjón en meðhöndluð og elduð sem slík. Þau innihalda tvöfalt þess magns af sinki sem brún hrísgrjón gera og 8 sinnum meira af E- vítamíni. Rauði liturinn gerir það að verkum að þau eru rík af andoxunarefnum.
Mörgum finnast svört hrísgrjón bragðast einkennilega, eins og það sé svona jarðarbragð af þeim. Þau taka líka lengri tíma að elda en margar aðrar hrísgjónategundir. En holl eru þau - innihalda mjög mikið af trefjum og próteini.
Hver og einn ætti að velja sér hrísgrjón sem hentar. Oft er gott að blanda saman tveimur eða þremur tegundum til að fá hina fullkomnu hrísgrjónablöndu.
Hrísgrjónaskál fyrir einn:
1/2 bolli hrísgrjón eftir smekk
2 bollar spínat
Örlítið sjávarsalt
Ferskur pipar eftir smekk
1 stórt egg, steikt á pönnu öðru megin
Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Blandið spínati saman við hrísgrjónin þegar þau eru tilbúin.
Kryddið með salti og pipar og setjið eggið á toppinn.
Comments