top of page
Writer's pictureBerglind Ósk Magnúsdóttir

Hollur þeytingur er frábær leið til að auka prótein og fá meira af vítamínum og steinefnum í fæðuna!

Updated: Nov 8, 2023



Þeytingar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og ekki að ástæðulausu. Þeir eru einfaldir og ég get breytt þeim algjörlega eftir því sem ég þarf þann daginn. Það er alltaf staður og stund fyrir góðan þeyting en hann þarf að vera sérsniðinn að þínum markmiðum.


Þegar ég ákveð hvers konar þeyting ég ætla að búa til, þá hef ég eftirfarandi í huga:


Er þeytingurinn hugsaður sem máltíð?


Ef ég ætla að hafa þeytinginn sem máltið þá passa ég að hafa nóg af próteini sem gefur mér seddutilfinningu og orku. Það gæti verið skyr, jógúrt eða prótein duft. Ég set alltaf plöntuprótein. Síðan passa ég að hafa nóg af góðri fitu eins og avocadó eða möndlusmjör. Stundum hef ég hann extra þykkan og set í skál, toppa þá með ýmsum berjum og kakónibbum.


Er þeytingurinn hugsaður sem snarl?


Hér reyni ég að hafa þeytinginn léttan, fer samt eftir því hversu svöng ég er. Hér er tilvalið að setja ber, kókosvatn og grænmeti. Ég set alltaf annað hvort plöntuprótein eða kollagen. Þegar ég er eitthvað lúin og langar í eitthvað gott, þá set ég hreint kakó og geri hann extra girnilegan.


Er þeytingurinn hugsaður fyrir æfingu?


Ef ég fæ mér þreyting rétt fyrir æfingu þá reyni ég að hafa hann léttan og vel kolvetni sem ég á auðvelt með að melta. Hér er gott að setja banana, haframjöl og stundum set ég maple síróp fyrir auka kolvetni (þegar ég veit að æfingin verður extra erfið eða löng). Síðan set ég alltaf plöntuprótein og rauðrófu eða rauðrófuduft.


Er þeytingurinn hugsaður eftir æfingu?


Hér snýst allt um að fá góða endurheimt. Þessi þeytingur þarf að vera sérstaklega næringarríkur og bólguhamlandi. Ég fæ mér annað hvort kókosvatn og kirsuber, eða kirsuberjasafa sem grunn. Bæti síðan við plöntupróteini og túrmeric. Spínat og chia fræ eru einnig góður kostur.





Fjölbreytni er algjörlega lykillinn að góðri næringu því er gott að breyta reglulega um tegundir og hafa innihaldið sem fjölbreyttast. Hér koma nokkrar hugmyndir af því sem gott er að setja í þeyting (hér er búið að setja upp í grófa flokka en auðvitað getur sama matvaran oft farið í marga flokka😊 ):


Bólguhamlandi:

Túrmerik

100% kakó

Kál, spínat, Sellerí

Kanill

Engifer/engiferduft

Rauðrófur/rauðrófuduft


Fyrir ónæmiskerfið:

Sítrus ávextir (appelsína, sítróna, grape ávöxtur, límónur)

Ber

Acai duft

Pomegranate duft


Orkugefandi:

Spírulína

Hnetusmjör/möndlusmjör

Chia fræ

Maca duft

Matcha duft

Goji ber


Fyrir endurheimt:

Kirsuber og kirsuberjasafi (e. Tart cherry)

Bananar

Hamp fræ

Graskersfræ


Fyrir þarmaflóruna:

Epla edik

Engifer/engiferduft

Kál, spínat, sellerí

Hörfræ

Kefir


Trefjar:

Chia fræ

Avocado

Gulrætur

Blómkál (gott að eiga frosið blómkál í frystinum)

Ber


Þetta er alls ekki fullnægjandi listi yfir alla þá næringu sem hægt er að setja í þeytinga en gæti verið góð byrjun fyrir einhverja.


Það er endalaust hægt að breyta og bæta góðan þeyting. En það er samt auðvelt að fara svolítið framúr sér. Einn þeytingur getur auðveldlega farið farið upp í 1000 kaloríur ef ýmiskonar hollu gúmmelaði er blandað saman. Það getur verið fínt fyrir suma - en þjónar kannski ekki markmiðum allra.






0 comments

Comentarios


bottom of page