top of page

Gulróta- og kókossúpa - góð gegn flensu og frábær fyrir húðina.


Góð gegn flensu og frábær fyrir húðina
Gulróta og kókossúpa

Gulrætur og kókoshneta er frábær blanda sem gefur súpunni fullt af trefjum og góða næringu. Einnig vinnur súpan á bólgum og hjálpar okkur að berjast gegn flensum sem herja á marga þessa dagana. Ekki spillir fyrir að bæði gulrætur og kókoshnetur hafa einstaklega góð áhrif á húðina og hárið.1 matskeið kókosolía

3 stk. skalottlaukar, skornir smátt

250 g. gulrætur, skornar í bita

2 stk. hvítlauksgeirar, kramdir

900 ml. kókosvatn (magn eftir smekk)

Safi úr 1/2 límónu

Salt og pipar eftir smekk

20 ml. kókosmjólk

Ferskur kóreander, skorinn í bita


  • Hitið kókosolíuna í potti á miðlungs hita, setjið skalottlaukinn í pottinn og látið malla þar til hann er orðinn glær. Setjið 3 msk vatn í pottinn ásamt gulrótunum og hitið í 2-3 mínútur. Bætið við hvítlauknum og eldið í 15 mínútur til viðbótar eða þar til að gulræturnar eru mjúkar. Bætið við vatni ef þörf er.

  • Tæmið úr pottinum í blandara eða matvinnsluvél og setjið 450 ml. af kókoshnetuvatninu út í. Hrærið og setjið aftur í pottinn. Setjið meira af kókoshnetuvatninu saman við, þangað til þið hafið fengið þá þykkt á súpunni sem þið viljið. Hitið súpuna vel og bætið við safanum úr límónunni, salti og pipar.

  • Setjið í skálar og skreytið með kókosmjólk og kóreander.


0 comments

Comentários


bottom of page