top of page
Writer's pictureBerglind Ósk Magnúsdóttir

Grísk jógúrt - fyrir þá sem vilja hollan en fljótlegan morgunverð.


Grísk jógúrt með bláberjum og haframjöli er hollur og góður morgunverður sem einfalt er að útbúa í einum hvelli.


Fyrir þá sem vilja hafa hafrana í mýkri kantinum og chia fræin búin að belgjast vel út, þá er tilvalið að útbúa þennan morgunverð kvöldið áður.


Morgunverður fyrir einn:


1/4 bolli haframjöl

1 bolli grísk jógúrt

1 bolli bláber (frosin eða fersk)

1 msk. chia fræ

1/4 tsk. kanill


Chia fræ eru einstaklega næringarrík. Þau eru stútfull af omega-3 sem hjálpar okkur í baráttunni við bólgur og ,,slæma" kólesterólið (e. triglycerides and LDL cholesterol). Þau eru einnig auðug af kalki og magnesíumi sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein og tennur. Einnig innihalda þau járn, fólinsýru og trefjum.



Comments


bottom of page