top of page

Ferskjuhristingur - prótínríkur og frábær fyrir húðina!


Ferskjur er ríkar af kalíumi, fosfór og magnesíumi sem gera það að verkum að þær geta verið örlítið hægðarlosandi. Þær eru einnig frábærar fyrir húðina og tilvaldar fyrir þá sem vilja halda línunum í lagi.


Bananar eru einnig ríkir af kalíumi sem er nauðsynlegt þegar við viljum halda blóðþrýstingnum í lagi. Einnig eru þeir góðir fyrir meltinguna. Vel þroskaðir bananar innihalda hærra hlutfall af sykri sem hentar vel fyrir íþróttafólk og þá sem lifa annasömu lífi.


Möndlur eru ríkar af ýmsum steinefnum og þá sérstaklega sinki, magnesíumi og kalíumi. Einnig eru þær ríkar af andoxunarefninu vítamín E.


Hörfræ eru einstaklega trefjarík og einnig auðug af omega-3 fitusýrum. Þau eru því góð fyrir meltinguna, fyrir kólesterolið og fyrir blóðsykurinn.


Grísk jógúrt er góður prótíngjafi en auðveldlega er hægt að skipta henni út fyrir vegan prótín duft fyrir þá sem kjósa það frekar.


Hristingur fyrir einn:


1-2 stk. ferkar ferskjur eða um 8 bátar af frosnum ferskjum

1/4 bolli grísk jógúrt

1/2 banani

2 msk. möndlusmjör

1 msk. hörfræ (mulin eða búin að liggja í bleyti)

1/2 tsk. hrein vanilla extract

Klakar eftir smekk

1/4 bolli vatn


Öllu blandað vel saman í blandara.

Comments


bottom of page