Egg fengu oft neikvæða umfjöllun hér áður fyrr en nú virðast flestir næringarfræðingar vera sammála um að þau séu stútfull af hollustu. Þau eru frábær kostur fyrir líkamann að næla sér í gæða prótein og þau innihalda D vítamín, sem oft getur verið erfitt að fá úr fæðunni. Þau vernda líkamann fyrir hjartasjúkdómum og stuðla að heilbrigðu æðakerfi. Það hefur verið rannsakað og fundið út að hamingjusamar, frjálsar hænur verpa eggjum sem innihalda meira A-vítamín, omega-3 fitusýrur og E-vítamínum heldur en óhamingjusamar og ófrjálsar hænur.
Baunir eru lúmskir prótíngjar og mjög trefjaríkar. Þær eru því frábærar fyrir blóðsykurinn og góðar fyrir þá sem eru að hugsa um kólesterólið. Svartar baunir innihalda einnig töluvert af járni og því frábærar fyrir þá sem borða lítið af rauðu kjöti.
Þessi skemmtilegi og öðruvísi morgunverður er einstaklega einfaldur í gerð og tekur einungis örfáar mínútur.
Þessi uppskrift gefur þér morgunverð fyrir einn:
Salsasósan:
1/3 bolli tómatar, skornir í smáa bita
1 msk. skalotlaukur, skorinn í smáa bita
1 msk. fersk kóríander, skorin í smáa bita
1/2 tsk. jalapeno, skorið í smáa bita og fræhreinsað
Límónusafi eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk
Eggin:
Smá olía til steikingar
2 stk. stór egg
2 msk. svartar baunir (úr dós eða soðnar), skolaðar vel
Búið til salsasósuna (einnig hægt að kaupa tilbúna, reyna að sneiða hjá sósum með viðbættum sykri): Blandið saman tómat, skalotlauk, kóríander og jalapeno. Bætið við límónusafanum og salti.
Hafið eggin tilbúin: Hitið pönnu á miðlungshita og setjið smá olíu á hana. Setjið eggin á pönnuna og hrærið í ca. 4 mínútur.
Hitið baunirnar annað hvort í potti eða í örbylgjuofni.
Setjið eggin á disk og bætið svo baunum og salsa ofanán.
Comments