Beta-Alanine hefur lengi verið notað af þeim sem þurfa á sprengikraft og bara miklum krafti að halda, allt frá 1-10 mínútum.
Það gagnast því öllum vel sem taka t.d. 400-1500 hlaup/spretti og þeim sem synda 100-400 metra. Einnig þeim sem stunda kraft lyftingar og hopp. Það hefur verið marg sannað að efnið virkar fyrir slíkar æfingar.
En Beta-Alanine hefur svo marga aðra kosti og það er alltaf verið að rannsaka það meira. Nú hafa t.d. rannsóknir sýnt að inntaka Beta-Alanine sem bætiefni gæti hugsanlega hjálpað parkison og alzheimer sjúklingum. Einnig hafa komið upp vísbendingar um að Beta-Alanine lækki blóðsykur, HbA1c og insúlín viðnám hjá þeim sem hafa sykursýki 2 og þeim sem eru í ofþyngd. Einnig hafa komið upp kenningar um að Beta-Alanine hafi áhrif á öldrun. En það þarf að rannsaka þessa þætti betur og því ekki hægt að dæma um það strax.
Hvernig getum við fengið Beta-Alanine (carnosine) í gegnum fæðuna?
Beta-Alanine (carnosine) er einungis hægt að fá úr dýraafurðum. Best er að fá það úr nautakjöti, svínakjöti, kjúkling, kjúklingasoði eða fiski. En það getur samt verið erfitt að fá ráðlagðan skammt einungis úr fæðunni. Ráðlagður skammtur er 3.2-6.4 g hvern dag. Til að setja það í samhengi þá þarf einstaklingur að borða 0.9 kg af kjúklingabringu, 1.1 kg af nautakjöti eða 1.5 kg af svínakjöti til að fá 3.2 g af Beta-Alanine.
Hverjir eru ókostir þess að taka inn Beta-Alanine sem bætiefni?
Stórir skammtar af Beta-Alanine geta valdið náladofa (e. paresthesia), oftast í andliti, magasvæði, bringu og/eða í útlimum. Þetta eru ekki hættulegir aukaverkanir en geta verið óþægilegir. Það er hægt að koma í veg fyrir þessa aukaverkanir með því að taka minni skammta og/eða dreifa skömmtunum yfir daginn. Best er þá að láta amk. 3 klst líða á milli skammta.
Comments