top of page

Berja ,,jógúrt" er frábært fyrir þá sem vilja fá vítamínsprengju í morgunmat.Ber eru algjör ofurfæða. Hvort sem þau eru fersk eða frosin, þá er betra þegar þau eru keypt lífræn og ekki er það verra ef þau eru villt. Öll ber eru holl en það er samt svolítill munur á þeim.

Kirsuber er gott að borða fyrir svefninn (eða drekka kirsuberjasafa) enda innihalda þau melatonin sem er hormón sem líkaminn framleiðir fyrir svefninn. Þau eru einnig góð fyrir þá sem vilja halda blóðsykrinum í jafnvægi því þau hjálpa líkamanum að framleiða insúlín. Þau eru einnig vinsæl hjá íþróttafólki því þau eru bólguhamlandi og hjálpa við endurheimt.

Brómber eru frábær fyrir húðina, sérstaklega eftir sólböð. Þau eru einstaklega trefjarík og eru góð fyrir hjartað og blóðþrýstinginn.

Bláber eru frábær fyrir taugakerfið enda auka þau framleiðslu dópamíns sem m.a. eykur minni og gerir okkur glaðari. Þau eru einnig góð gegn bakteríusýkingum í meltingarvegi og þvagfærasýkingum.

Trönuber eru frábær fyrir ýmiskonar sýkingar og tannheilbrigði. Einnig eru þau talin góð gegn tíðaverkjum og miklum tíðablæðingum. Þau eru mjög C vítamín- og andíoxunar rík og eru því bólguhamlandi og góð fyrir hjartað. Trönuberjasafi er góður kostur ef keyptur er án viðbætts sykurs. Einnig er hægt að borða þurrkuð trönuber en þau innihalda ekki eins mikið af C vítamíni.

Hindber eru góð fyrir ófrískar konur og eru góð fyrir meltinguna og fyrir efnaskipti líkamans. Þau eru rík af C vítamíni sem hjálpar ónæmiskerfinu og vítamíni K og mangan fyrir beinin. Einnig eru þau stútfull af andoxunarefnum.

Jarðaber innihalda einnig mikið af C vítamínum og andoxunarefnum. Þau eru góð til að lækka ,,slæma kólesterólið" (LDL).


Hér kemur uppskrift af berja"jógúrt" sem gefur þér um tvo skammta:


2 bollar ber eftir smekk, líka hægt að blanda saman mörgum tegundum. Fersk eða frosin.

3/4 bolli möndlu- eða hemp mjólk, ósæt.

2 msk chia fræ

4 döðlur (má minnka magn eða sleppa)


Til að auka prótín magn þá er gott að hræra saman próteindufti.


  • Öllu blandað vel saman í blandara á miklum hraða.

  • Látið bíða í ísskáp í ca. 30 mínútur áður en borðað er. Þá er ,,jógúrtið" vel kalt og chia fræin búin að drekka í sig mjólkina.

Chia fræ innihalda töluvert af omega-3 sem hjálpar þér að lækka ,,slæma kólesterólið" (LDL) og er því gott fyrir hjartaheilsu. Þau eru einnig há í kalki og magnesíum sem er nauðsynlegt fyrir sterk bein og sterkar tennur. Þau eru einnig frábær fyrir meltinguna.

0 comments

Comentarios


bottom of page