top of page

Æfingateygjur eru frábær kostur fyrir marga. Gætu þær gagnast þér?

Þegar kemur að líkamsrækt þá er mikilvægt að hafa mótstöðu til að byggja upp vöðva og styrkja beinin. En það getur verið að þú komist ekki alltaf í ræktina eða ákveður að æfa heima eins og svo margir eru farnir að gera. Einnig viltu kannski halda rútínunni gangandi í fríinu en hefur ekki aðgang að líkamsrækt. Lóð geta verið dýr og þau taka pláss og því kannski ekki raunhæft að hafa aðgang að þeim öllum stundum. Þá getur verið gott að hafa aðgang að æfingateygjum.


Það eru til margar tegundir af æfingateygjum:


Power æfingateygjur (e.power resistance bands):


Þessar æfingateygjur eru í stórum hring og mjög þykkar. Eftir því sem þykktin er meiri því meiri mótstaða. Mótstaðan getur farið allt upp í 80 kg.

Þessar teygjur er hægt að nota í margt og í raun hægt að nota þær algjörlega í staðin fyrir lóð fyrir allan líkamann. Einnig er hægt að nota þær sem aðstoðatæki við upphífingar.


Mörgum finnst óþægilegt að halda utan um svona stórar teygjur og því hafa sumir framleiðendur komið með sérstök handföng sem sett eru utanum svona teygjur. TRX er einn af þeim framleiðendum.Æfingateygjur með handfangi (e. tube resistance bands):


Æfingateygjur með handfangi eru gerðar til þess að nota í staðinn fyrir stærri æfingatæki. Það er auðvelt að festa eða krækja teygjurnar utan um stöðuga hluti og getur mótstaðan verið frá 5 – 20 kg. Þessar teygjur eru yfirleitt notaðar í ,,toga og ýta æfingar”.

Litlar hringlaga æfingateygjur (e. hip circle bands or mini bands):Þessar teygjur eru í flestum tilfellum notaðar fyrir mjaðmir og neðri helming þó vissulega sé hægt að nota þær fyrir efri part líka. Þær eru annað hvort úr efni eða gúmmíi og mótstaðan er frá um 2-20+ kg. Efnis teygjurnar hafa aukist í vinsældum því þær haldast á sama stað á meðan æfingar eru gerðar, en gúmmí teygjurnar rúlla frekar og skerast inn í líkamann.

Teygju renningur (e. light therapy resistance bands):


Þessar teygjur eru langar og mjög þunnar. Þær eru í lengjum og geta verið allt að 2 metra langar. Þær eru góðar fyrir æfingar sem þurfa létta mótstöðu en mótstaðan er yfirleitt um 1-5 kg.

Æfingateygjur eru frábærar fyrir allar æfingarútínur. Líkamann gerir ekki greinarmun á því hvort við erum að nota teygjur eða lóð. Svo lengi sem að mótstaðan er nægileg þá styrkjum við vöðvana.


Æfingateygjur geta styrkt vöðvaþol, aukið kraft, jafnvægi og samhæfingu. Einnig er hægt að nota þær til að auka liðleika og til að stækka og styrkja vöðva. Það hafa verið gerðar rannsóknir sem bera saman teygjur, lóð og önnur æfingatæki sem eiga að styrkja vöðva, bæði fyrir efri og neðri líkama. Enginn munur var á því hvort notaðar voru slík tæki eða teygjur. Æfingateygjur geta byggt upp jafn mikinn styrk og lóð og æfingatæki.


Comentarios


bottom of page