Vínber

 

Vörn gegn krabbameini

Góð fyrir slagæðarnar

Örlítið hægðarlosandi Kemur jafnvægi á blóðsykurinn

 

 

Í þúsindir ára hefur vínviður og aldinkjöt hans, vínberið, verið notað til lækninga við hinum ýmsu kvillum.  Þó svo að það sé hægt að borða alla plöntuna, þá er það einungis vínberið sem að flestir leggja sér til munns í dag.

 

Vínber eru stútfull af andoxunarefnum, sérstaklega þau dökku, sem hjálpa líkamanum að berjast gegn brjóstakrabbameini og krabbameini í blöðruhálskirtli.  Einnig innihalda þau mikið af trefjum sem minnka líkur á ristilskrabbameini.  Þau geta einnig dregið úr hættu á æðakölkun og blóðtappa ásamt því að vera frábær fyrir húðina.

 

Vínber innihalda einnig töluvert af steinefninu potassíumi sem er mjög mikilvægt góðri heilsu og vill oft gleymast.  Það hjálpar ekki líkamanum einungis að halda jafnvægi á vökvabúskapnum heldur hefur mikil áhrif á að heili, taugar, hjarta og vöðvar virki sem best.      

 

 

Rúsínur eru þurrkuð vínber sem frábært er að grípa í á milli máltíða.  Þær eru góðar fyrir meltinguna og einnig hafa sumar rannsóknir sýnt að þær eru góðar gegn ýmsum sýkingum og sjúkdómum í munni.  

 

Tilvalið er að setja fersk vínber út í salöt til að fá örlítinn sætukeim og ekki er verra að setja nokkrar rúsínur út á hrísgjrjónagrautinn til að auka næringu og gott bragð.  

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.