VEGAN - undirbúningur fyrir maraþon!

 

Miðvikudagur 23 október 2019

 

 

Við systur hjá Lifandi Líf höfum aldrei viljað kenna okkur við eitthvað ákveðið mataræði, heldur höfum við reynt að hafa hlutina einfalda og holla.  Við reynum að hafa jafnvægi á milli næringaflokka og notum góð hráefni.  Í síðustu tíð höfum við hvorugar verið miklar kjötætur þó við höfum alveg borðað kjöt.  Það sama má segja um mjólkurvörur.  Neysla þeirra hefur vissulega minnkað mikið síðustu árin þó það hafi í raun ekki verið viljandi.  

 

Nú er aftur á móti smá tímamót hjá annarri okkar, Berglindi, því hún hefur ákveðið að snúa sér algjörlega að VEGAN mataræði.  Í upphafi var það vegna þess að hún hefur í auknu mæli verið að finna fyrir ofnæmiseinkennum frá mjólkurvörum og verið að taka þær hægt og rólega út úr mataræðinu með góðum árangri.  Þegar hún var að lesa sér til um mjólkurvörur þá leiddist áhugi hennar hægt og rólega í áttina að VEGAN mataræði.  Það var svosem ekki í fyrsta skiptið sem hún var að lesa sér til um það, en það var eitthvað á þessum tímapunkti sem allt small saman.  Kannski einkennilegt þegar allt snýst um KETO, en svona er þetta stundum.  

 

Maraþon undirbúningur á VEGAN fæði.......

 

Þegar ákvörðunin var tekin þá var ekki aftur snúið.  Fullt af bókum pantaðar og rannsóknarvinnan hófst að alvöru.  En markmiðið var ekki bara að vera VEGAN heldur að vera full af orku og æfa fyrir maraþon á VEGAN fæði.  Eftir að hafa lesið óteljandi sögur frá maraþonhlaupurum, ultrahlaupurum, hjólreiðafólki, Ironman fólki og alls konar öðruvísi fólki, um hversu miklu öflugri íþróttamenn þeir urðu eftir að hafa skipt yfir í plöntufæði, þá langaði hana til að athuga hvort þetta gæti hjálpað henni.  Maraþonið sem hún hleypur verður í Honolulu í Hawaii þann 8 desember 2019 og þangað til mun hún koma með uppskriftir, blogg og fróðleik um VEGAN mataræði hér á síðunni.   

 

    Forsagan

 

 

    Prótein

 

 

   Vítamín og steinefni

 

 

  Jurtamjólk           Hampmjólk     Sesammjólk     Sólblómamjólk

 

 Spáð í heitustu heilsutrendin árið 2020

 

  Næring fyrir hlaupaæfingu

 

  Vetrarsúpa með allskonar ofurfæði