Undirstaðan að góðri heilsu

 

 

Lengi vel hefur verið vitað að regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna - en vissir þú að hún getur bætt árum við líf þitt og virkar mun betur en mörg yngingarlyf?

 

Við vitum öll að regluleg líkamsrækt gefur okkur sterkara hjarta og tónaðari líkama.  En það er einungis brot af þeim ávinningi sem líkamsrækt býður upp á.  Vísindamenn eru alltaf fleiri og fleiri sem eru sannfærðir um að með reglulegri líkamsrækt, þá yngist líkaminn.  

 

 

Margir eyða miklum fjárhæðum í ýmis krem og bætiefni sem eiga að yngja og bæta.  Þeir gætu þó sparað sér peninginn og fengið sama ávinning með því að skella sér út að skokka í 20 mínútur.  

 

Þýsk rannsókn sem gerð var af íþróttaháskóla í Köln, sýndi fram á að hlauparar á fimmtugsaldri voru að meðaltali ekki með síðri hálf- og maraþontíma en aðrir hlauparar á þrítugs og fertugsaldri.  Eldri hlaupararnir þurftu heldur ekki að eyða meiri tíma í þjálfun en yngri hlaupararnir.  Rannsóknin var gerð úr gagnagrunni á yfir 600.000 einstaklingum á aldrinum 20 - 79 ára og var markmiðið að skoða áhrif reglulegs hlaups á öldrun.  Þeir komust að því að þeir sem stunduðu hlaup að staðaldri, lifðu að jafnaði fjórum árum lengur en þeir sem stunduðu enga hreyfingu.  

 

 

Vísindamenn við McMaster Háskólann í Hamilton, Ontarío í Kanada gerðu rannsókn á músum, hvernig áhrif hreyfingar hefði áhrif á öldrun.  Músunum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn var látinn hlaupa reglulega í hjóli en hinn hópurinn var ekkert látinn hreyfa sig.  Eftir fimm mánuðu höfðu kyrrsetu mýsnar allar orðið gráar að lit og misst töluvert af feldinum en hinar héldust óbreyttar í útliti.  Einnig fannst verulegur munur á líffærum þeirra.  Svo virtist vera að kyrrsetu mýsnar höfðu misst mikinn vöðvamassa og heili þeirra hafði minnkað.  Þær mýs sem höfðu stundað hreyfingu voru óbreyttar.  

 

 

 

 

Vísindamenn við Mayo Clinic í MH í Bandaríkjunum sýndu nýlega fram niðurstöður sýnar á rannsókn sem gerð var á eldri borgurum.  Þeir voru beðnir um að stunda mjög ákafa hreyfingu - t.d spinning tíma.  Heilsa þeirra var rannsökuð vel áður en þeir byrjuðu að æfa og þeir látnir stunda þessa áköfu hreyfingu reglulega í þrjá mánuði.  Eftir tímabilið hafði orka þeirra aukist að meðaltali um 70% og margir voru í mun betra formi en ungt fólk á þrítugsaldri.  

 

 

Hér áður fyrr var alltaf talið að með aldrinum þá minnkaði vöðvamassi og enginn gæti komist hjá því.  Það væri óhjákvæmilegt að verða veikburða með slæmar mjaðmir og aðra hvilla sem koma oft með aldrinum.  Vísindamenn fóru síðan að efast - kannski væri þetta ekki svona?  Það var síðan einhver snillingurinn sem ákvað að prufa að setja hóp eldra fólks í styrktarþjálfun og árangurinn reyndist undraverður.  Samkvæmt tímaritinu Medicine and Science in Sport and Exercise, þá geta einstaklingar á sjötugs og áttræðis aldri hæglega verið með jafn mikinn vöðvamassa og einstaklingar á fimmtugsaldri, bara með því að stunda styrktaræfingar reglulega.  

 

 

Ef þú eldast vel, vera sterk, full af orku og jákvæðni -  þá er bara að hreyfa líkamann og hafa gaman af.  Ávinningurinn er svo mikill!

 

 

 

 

 

 

 

 

  

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.