Tveggja vikna lifrarhreinsun

 

 

Lifrin er stærsti kirtill líkams og gegnir hundruðum starfa.  Í kínverskri læknisfræði er gjarnan talað um "Happy liver, happy life" eða á íslensku ,,hamingjusöm lifur, hamingjusamt líf."  Og Hippocrates, faðir læknisfræðinnar sagði að góð heilsa byrjaði í lifrinni og meltingarkerfinu.  Nýlegar rannsóknir hafa sannað að það er rétt.  Vertu góð/góður við lifrina og hún mun hugsa vel um þig.  

 

Dr. Tami Meraglia, sem hefur sérhæft sig í hormónum kvenna, segir að undirstaðan að góðu hormónajafnvægi felist í heilbrigðri lifri.  Það þýði lítið t.d. að innbirða skjaldkirtilshormón á vanvirkan skjaldkirtil (eða reyna að hafa áhrif á hann á annan hátt) ef lifrin er ekki í topp standi.  Þar sem erfitt er að greina ástand lifrarinnar nema þegar hún er orðin annsi veik, þá sé best að hugsa vel um hana og hreinsa reglulega.  Í bók sinni The Hormone Secret, þá setur Dr. Tami upp 30 daga plan um hvernig eigi að koma jafnvægi á hormónana en þar af byrjar hún á tveggja vikna hreinsikúr fyrir lifrina sem er hér fyrir neðan.  Sjálf fer Dr. Tami í gegnum kúrinn einu sinni á ári, alltaf fyrir Þakkargjörðarhátið Bandaríkjamanna sem er í lok nóvember.  

 

Þó þetta sé kallaður kúr hér, þá skal hafa það á hreinu að þetta er enginn megrunarkúr.  Markmiðið er ekki að léttast þó það sé oft fylgifiskur.  Kúrinn samanstendur af þremur matmálstímum ásamt millimálum.  Markmiðið er ekki að vera svangur og pirraður heldur saddur og glaður.  Dr. Tami mælir með matvælum sem eru með lágan sykurstuðul (GI), mikið af próteinum og grænum söfum ásamt helling af detox tei.  Hér eru engar uppskriftir en hér fyrir neðan er listi af matvælum sem ætti að borða og það sem ætti að forðast.  

 

Næring:

 

1.  Drekktu detox te strax á morgnanna.  Grænt te eða annað jurtate er hægt að nota í staðinn en reyna að halda sig við detox te.  Drekka það strax þegar vaknað er og reyna að drekka það allan daginn.  Þú munt þurfa að fara oft á salernið en það er allt partur af hreinsuninni.  

 

2.  Borðaðu prótein í morgunmat.  Uppistaðan að morgunmatnum ætti að vera prótein.  Prótein hristingur er góður kostur.  Einfalt er að blanda berjum, höfrum, ósætri jurtamjólk og þh. til að gera hann girnilegri og saðsamari.  

 

3.  Borðaðu millimál.  Grænmeti eða ávöxtur með lágum sykurstuðli er góður kostur.  Eða prótein hristingur ef hann hefur ekki verið í morgunmat.

 

4.  Borðaðu hádegismat ekki seinna en kl. 13:30.  Hádegismaturinn ætti að samanstanda af góðu próteini af listanum ásamt miklu grænmeti.

 

5.  Borðaðu millimál fyrir kl. 3:00.  Grænmeti eða ávöxtur með lágum sykurstuðli er góður kostur.

 

6.  Borðaðu kvöldmat fyrir kl. 6:30 - ef mögulegt.  Kvöldmaturinn ætti að samanstanda af góðu próteini af listanum ásamt litskrúðugu grænmeti.

 

Á meðan hreinsuninni stendur þá er gott að drekka mikið af grænum drykkjum.  Betra er að nota safapressu en ef það er ekki hægt, þá dugar blandarar vel.  Margar uppskriftir eru til af grænum drykkjum á vefnum og m.a. eru hér nokkrar góðar.    Agúrkur, sellerí, kál, gulrætur, epli og lífrænt kókosvatn eru allir mjög góðir kostir í safa sem hreinsa lifrina.  

 

Þau hráefni sem ætti að nota:                                                                     Þau hráefni sem ætti að forðast:

 

Epli, apríkósur, lárperur, bananar, bláber, kirsuber, vínber, kíwi, mangó, melónur, nektarínur, papaya, ferskjur, perur, ananas, plómur, sveskjur, jarðaber - allt er betra ferskt en frosið er líka í lagi.  Allt þarf þó að vera ósætt. Greipaldin, sætir ávextir (frosnir eða úr dós) og ávextasafar, korn, tómatar, tómatsósa, allt með glúteini (t.d. hveiti, spelti, barley, rúgur). 
Ætiþistill, klettasalat, aspas, baunaspírur, papríka, kínakál, brokkolí, rósakál, hvítkál, blómkál, sellerí, agúrkur, eggaldin, grænar baunir, blaðsalat, sveppir, radísur, spínat, kúrbítur, grasker, sætar kartöflur, næpur.  Allt ferskt (helst lífrænt).  Sojabaunir, tófú, tempeh, sojamjólk, sojasósa - (engar vörur með soja), jarðhnetur, jarðhnetusmjör.
Hrísgrjón (hvít, brún, sushi, vilt), haframjöl (glúteinlaust), kínóa, hirsi, amaranth, bókhveiti.  Túnfiskur, sverðfiskur, skelfiskur, svínakjöt, nautakjöt, pylsur, allt unnið kjöt.
Baunir (ekki soja baunir), hnetur: möndlur, kasjúhnetur, macadamia hnetur, valhnetur, graskersfræ, parahnetur, sólblómafræ (heil fræ og hnetur eða sem smjör). Mjólk, ostur, egg, rjómi, smjör, jógúrt, smjörlíki, hnetuolía, mæjónes.
Allur ferskur eða frosinn fiskur (nema túnfiskur, sverðfiskur og skelfiskur). Viltur er bestur.  Kjúklingur, kalkúnn, lamb og villibráð.  Best að hafa allt lífrænt.   Gos (bæði með sykur og án), alkohól, kaffi, svart te.
Rísmjólk, haframjólk, möndlumjólk (eða annarskonar hnetumjólk).  Kaldpressaðar olíur t.d. olífu olía, hörfræ olía, canola olía, sólblóma olía, sesam olía, valhnetu olía, heslihnetu olía, graskers olía. Hvítur og brúnn sykur, glúkósi, hunang.  Súkkulaði, tómatsósa, relish, BBQ sósa og aðrar unnar sósu.
Vatn, sódavatn, jurtate (með litlu koffeini).  Stevía, hreint maple síróp, edik (nema það sem kemur frá korni), wasabi, sinnep, piparrót, pestó (án osts), öll krydd.  

 

 

Líkamsmeðferðir:

 

1.  Þurrburstaðu húðina.  Reyndu að þurrbursta húðina með grófum nuddhanska og bleiku himalyan salti áður en farið er í bað eða sturtu.  

 

2.  Farðu í gufu.  Gufa er dásamleg þegar hreinsa á líkamann.  Farðu í gufu eins oft og þú getur og vertu eins lengi og þér finnst  þægilegt.  

 

 

 

Bætiefni sem gæti gagnast einhverjum (óþarfi hjá mörgum):

 

1.  Prótein duft.  Það getur verið þægilegt að bæta og notast við prótein duft til að auka prótein neyslu en þó alls ekki      nauðsynlegt.  

 

2.  Fjölvítamín.  Gott er fyrir lifrina að fá nóg af vítamín C, B1, B5 og B12.  Einnig nóg af selen, sinki og magnesíumi.  

 

3.  Mjólkurþistill.  100-200 mg. tvisvar á dag.  

 

4.  Fenugreek.  400 mg. á dag.

 

5.  Slippery Elm.  600 mg. á dag.

 

Hreyfing:

 

1.  Hálftíma létt hreyfing.  Reyna að ganga eða hjóla að minnsta kosti 20-30 mínútur á degi hverjum.

 

2.  Teygjur.  Rólegar teygjur gera öllum gott.  Notaðu tækifærið og hugsaðu um líkamann með léttum teygjum og hugleiðslu.  

 

Ef þér líður illa á degi 2 og 3 þá er um að gera að halda áfram.  Þú þarft greinilega á þessari hreinsun að halda og líkaminn er að losa sig við óhreinindin.  Það er mjög eðlilegt að vera þreytt á tímabilinu - mikilvægt að fá nægan svefn.  Láttu þig ganga fyrir í þessar tvær vikur.  Gangi þér vel!