Tómatsúpa

 

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af tómötum en þar sem að þeir eru svo hollir þá hef ég verið að reyna að bæta þeim hægt og rólega inn í fæðuna hjá mér.  Tómatsúpa er frábær leið til þess.  

 

 

Uppskriftin gefur þér 3 – 4 skammta af súpu. Súpan getur verið bæði köld (mjög góð hráfæðis súpa) og

heit.  Einnig er tilvalið að nota hana sem grunn og bæta við meira af gómsætu grænmeti.  

 

8 stórir og vel þroskaðir tómatar

8 stk. sellerí stilkar

1 stk. rauður chili pipar, fræhreinsaður og skorinn smátt

2 stk. hvítlauksgeirar, skorinn í bita

2 msk. extra virgin ólífuolía

Nokkrir stilkar basilika, magn fer eftir smekk

Salt og ferskur pipar

 

  • Notið beittan hníf og skerið á toppi hvers tómats lítinn kross í gegnum skinnið.  Setjið tómatana í

        skál og hellið heitu vatni í skálina þar til vatnið þekur alla tómatana.  Látið vatnið kólna og þurrkið

        tómatana. 

       Takið skinnið af, fræhreinsið og skerið tómatana í bita.  Setjið þá á matvinnsluvél eða í blandara. 

 

  • Takið basiliku laufin frá stilkunum og skerið laufin smátt og notið ofan á súpuna í lokin.  Setjið basiliku

       stilkana í safapressu ásamt sellerí stilkunum.  Setjið safann með tómötunum í matvinnsluvélina eða á

       blandarann ásamt chili piparnum og hvítlauknum. 

 

  • Blandið öllu saman. Bætið síðan við ólífuolíunni, salti og pipar og hrærið vel.  Hægt er að borða súpuna kalda eða heita. 

 

Vatnsdrykkja er alltaf góð en núna eftir hátíðirnar er sérstaklega gott að huga að vatnsbúskapi líkamans

og eru tómatar frábærir til að aðstoða þig við það.  Tómatar eru um 90% vatn og  ríkir af andoxunarefnum

sem hjálpar þér að hreinsa líkamann og fylla á vökvabúskapinn. 

Þeir eru einnig ríkir af lýkópen sem er plöntuefni sem virðist hafa hamlandi áhrif á vöxt og myndun blöðruhálskirtilskrabbameins í körlum.  Magn lýkópens eykst mikið við eldun tómatanna en er þó að finna í þeim hráum.    

Basilikan er góð fyrir meltinguna og taugakerfið.  Einnig hefur hún verið notuð sem úrræði við höfuðverk og svefnleysi.  

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Myndir: Pixabay