Testósterónpróf

 

Hormónarnir þínir bera ábyrgð á því hvernig þú hugsar, hvernig þér líður og hvernig þú lítur út.  Kona, sem hefur jafnvægi á hormónónunum er fljót að hugsa og með gott minni.  Hún er orkumikil yfir daginn án þess að drekka koffein, sofnar auðveldlega að kveldi og vaknar úthvíld.  Hún hefur heilbrigða matarlyst og heldur kjörþyngd án mikillar fyrirhafnar.  Hún hefur heilbrigt hár, húð og neglur.  Hún er í tilfinningalegu jafnvægi og á auðvelt með að takast á við streitu.  Þegar hún fer á blæðingar, þá þjáist hún ekki af miklum óþægindum.  Þegar fer að líða að breytingarskeiði, þá fer hún inn í þetta nýja tímabil án mikilla aukaverkana.  

 

Ef þetta á ekki við um þig, þá er líklegt að einhverjir hormónar séu ekki í jafnvægi.  

 

Magdalena Wszelaki, hormóna- og næringasérfræðingur  (https://hormonesbalance.com/) hefur gert það að atvinnu sinni að hjálpa konum að lagfæra hormónaójafnvægi með réttri næringu og bætiefnum.  Hún hefur sett upp einföld hormónapróf sem gefa einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að.  Prófin koma að sjálfsögðu ekki í staðin fyrir nákvæmar prufur hjá lækni en þau eru góð byrjun.   Ef þú svarar "já" við meira en þremur spurningum í hverju prófi, þá er líklegt að það hormón sem verið er að prófa sé í ójafnvægi. 

 

Testósterón

 

Testósterón er mikilvægt karlhormón fyrir bæði konur og karla, þó umræðan snúist yfirleitt frekar að karlmönnum.  Ójafnvægi af hormóninu getur þó haft gríðarleg áhrif á andlega líðan kvenna jafnt og líkama þeirra.  Þar sem hægist á efnaskiptum líkamans þegar við eldumst þá verður það erfiðara fyrir okkur að brenna kaloríum.  Fitu og vöðvahlutfall í líkamanum breytist, yfirleitt eykst fituhlutfallið á kostnað vöðva, sem minnkar brennsluna enn meira.  Það getur vel verið að þú lítir eins út (í fötum), vigtin breytist lítið en fituhlutfallið í líkamanum hefur samt eykst.  Þú verður með mýkri línur og líður eins og þú sért mun feitari en þú varst.  Þetta getur verið fyrstu ummerki um lágt testósterón í líkamanum.  

 

Lágt testósterón getur komið í veg fyrir að þríhöfða æfingarnar sem þú hamast að gera í ræktinni skili sér ekki í tónuðum handleggjum.  Rétt magn af hormóninu auðveldar þér að byggja upp vöðva sem hjálpa þér að léttast og vera heilbrigðari -  meiri vöðvar, því meiri brennsla (einnig þegar þú ert ekki í ræktinni því eftirbruninn verður mun meiri).  

 

Testósterón er einnig mikilvægt fyrir beinin og tekur stóran þátt í því að verjast beinþynningu.  Það geta verið ýmsar ástæður af hverju konur fá beinþynningu en einn þátturinn er breytingaskeiðið því þá minnka öll hormón í líkamanum.  Hormónið hefur einnig áhrif á skapið, kynlífið, húðina, hárið ásamt ýmsu öðru.    

 

Of mikið testerón?

 

 1. Ertu með bólur?
 2. Ertu með feita húð og/eða hár?
 3. Hefur þú verið að missa óvenju mikið hár (gætir verið farin að fá skallabletti)?
 4. Ertu með hárvöxt á kinninni, efri vör, brjóstum eða á maga?
 5. Hefur þú upplyfað ófrjósemi?
 6. Eru brjóst þín að skreppa saman og slappast?
 7. Verður þú fljótt pirruð?
 8. Hefur þú safnað meiri fitu um þig miðja en þú kærir þig um?
 9. Langar þig oft í sykur og kolvetni?
 10. Ertu með feita lifur?
 11. Hefur þú tekið eftir breytingu á litarhafti í armakrikum (dekkri og þykkari húð en venjulega)?
 12. Hefur þú annað hvort háan blóðsykur eða lágan?
 13. Upplyfir þú þunglyndi eða kvíða?
 14. Ertu með blöðrur á eggjastokkum?
 15. Upplyfir þú stundum verki í miðjum tíðahring?
 16. Ertu alltaf svöng eða hefur matarlyst þín aukist?

 

 

Of lágt testósterón?

 

 1. Hefur þú upplyfað vöðvarýrnun?
 2. Hefur þú upplyfað eymd í vöðvum?
 3. Hefur þú þyngst, sérstaklega um þig miðja?
 4. Hefur hlutfall fitu aukist á meðan hlutfall vöðva minnkað verulega?
 5. Hefur þú minna sjálfstraust en áður?
 6. Vantar þig allan drifkraft?
 7. Hefur kynkvöt þín minnkað?
 8. Ertu þreytt?
 9. Upplyfir þú skapsveiflur og þunglyndi?
 10. Áttu erfitt með að einbeita þér?
 11. Ertu með beinþynningu?
 12. Hefur húð þín slappast?
 13. Ert þú með hárlos?

 

Ef þú ert komin yfir 45 ára aldurinn þá er mun líklegra að þú þjáist af skorti af testósterói heldur en að hafa of mikið af því.  Til að koma jafnvægi á hormónið á sem náttúrulegastan hátt þá er mælt með því að taka mataræðið alveg í gegn.  Að sleppa öllum sykri er algjör undirstaða ef þú vilta auka magnið af hormóninu.  Unnin kjötvara er einnig slæm.  Einnig ætti að sneiða hjá pizzum, hamborgurum og mjólkurvörum.  Í staðinn væri betra að fylla diskana af grænmeit og ávöxtum.  Prótein er einnig nauðsynlegt þar sem það byggir vöðva.  Þó svo rautt kjöt sé stútfullt af próteini þá inniheldur það einnig töluvert af slæmri fitu sem best er að halda í lágmarki.  Magurt rautt kjöt, ásamt kjúklingi, kalkúni, tófu og þh. er betri kostur.  Góð fita eins og er í ólífu olíu og lárperu er einnig nauðsynleg.  

 

Ef þú vilt nota bætiefni til að auka testósterónið í líkama þínum, þá eru hér nokkrar hugmyndir:

 

 • Ashwagandha
 • Maca
 • Tribulus
 • Vítamín B (sértaklega B1, B6 og B12)
 • Sink
 • Vítamín C

 

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2019.  Mynd: Pixabay.  Unnið úr bókinni "Cooking for Hormone Balance" eftir Magdalena Wszelaki. Önnur heimild:The Hormone Secrete, Dr. Tami Meraglia (2015).