Tea Tree maski á bólurnar

 

Mynd: Pixabay

 

Tea Tea ilmkjarnaolía er mikið notuð í heimagerðar snyrtivörur enda einstaklega góð á bólur.  Grænt te er orðið standard innihaldsefni í margar húðvörur frá Asíu og er farið að vera gríðarlega vinsælt hér í Evrópu.  Grænt te í húðvörum er almennt talið minnka roða og gefa raka, ásamt því að vera stútfullt af vítamínum.  Eplaedik hefur löngun verið notað á feita húð enda talið bakteríudrepandi og hreinsandi.  Sykur er ekki bara góður til að skrúbba dauðar húðfrumur í burtu heldur nærir hann húðina með raka og gefur henni ferskara útlit.  

 

2 tsk. Eplaedik

1/4 bolli grænt te, látið kólna alveg

5-8 tsk. strásykur

Örlítið af matarsóda

1-2 dropar Tea Tree ilmkjarnaolía

Örlítið af hunangi ef vill, til að halda öllu betur saman og gefa raka

 

  • Blandið öllu saman og berið á bólurnar.  Látið liggja í amk. 10 mínútur og þrífið af með volgu vatni.  

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.