Súkkulaði- og heslihnetusmjör

 

 

 

Hnetusmjör hefur lengi verið vinsælt enda bæði gott og meinhollt.  Það er ekki bara gott ofan á brauðið, heldur er það dásamlegt með banana eða epli og ekki er verra að setja smá ofaná vöflurnar. 

 

Hér kemur uppskrift að dásamlegu súkkulaði heslihnetusmjöri sem er ríkt af magnesíumi og B1 vítamíni sem eykur orku og bætir skap.    

1 bolli heslihnetur

1/2 bolli ósætt kakó

1/2 bolli kókossmjör

1 msk. vanilla extract

Örlítið sjávarsalt

3/4 bolli heslihnetu- eða macadamiu olía

1/4 bolli kókosolía, bráðnuð

1/4 bolli gott síróp

 

  • Setjið heslihneturnar í matvinnsluvél og látið vinna þar til þær eru komnar í mauk.
  • Bætið við kakói, kókossmjöri, vanillu extract og salti og látið vélina blanda öllu vel saman.
  • Þegar vélin er í gangi, bætið rólega saman við heslihnetu olíu, kókosolíu og sírópi. 
  • Blandið öllu saman í ca. 5 mínútur eða þar til smjörið er silki mjúkt.  
  • Geymið í loftþéttu boxi við stofuhita í allt að 2 mánuði.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.