Stuttur blundur er góður fyrir heilsuna.

 

 

 

Það að taka sér smá blund er ekki einungis fyrir smábörn, rannsóknir hafa sýnt að blundur er einnig góður fyrir fullorðna.  Það er algjör óþarfi að finnast þú latur þó þú leggir þig í nokkrar mínútur á miðjum degi.  

Stuttur blundur á miðjum degi getur aukið minni og afköst, komið þér í betra skap, þú verður meira vakandi og með betri athyggli, ásamt því að minnka streitu.  

 

Aukið minni: 

Rannsóknir hafa sýnt að svefn gegnir mikilvægu hlutverki í geymslu minnis.  Blundur getur hjálpað þér að muna áður lærða hluti rétt eins og fullur nætursvefn.  

 

Þú tengir hlutina betur:

Blundur aðstoðar þig ekki einungis að muna hluti sem þú varst að læra, heldur einnig að finna tenginguna á milli þeirra.  Það hefur sýnt sig að eftir blund þá eiga einstaklingar oft einfaldara með að sjá samhengið í því sem þeir voru að læra. 

 

Þú stendur þig betur í vinnunni:

Þegar þú endurtekur sömu hlutina í vinnunni allan dagann, þá hefur það sýnt sig að þú gerir hlutina best snemma dags og síðan verr og verr þegar líður á daginn.  Stuttur blundur getur hjálpað þér að halda athygglinni þegar líða tekur á daginn. 

Einnig er algengt að augnlokin verða extra þung rétt eftir hádegismat.  Stuttur blundur í 10-20 mínútur getur gert kraftaverk og fyllt þig af orku þar til vinnuloka.  

 

Kemur þér í betra skap:

Þegar þú ert pirraður eða hálf niðurdreginn þá getur verið gott að taka smá blund.  Oft getur verið gott að taka hvíld eða hugleiðslu í allt að klukkustund án þess að sofna, það á að lyfta lundinni og láta þér líða betur.  

 

Blundur gefur þér meiri orku en kaffi:

Ef þú ert þreyttur og hefur fjöldan allan af verkefnum eða skólaefni til að fara yfir.  Blundur getur verið mun betri fyrir þig en kaffi.  Að leggja sig í ca. 20 mínútur í miðjum lærdómi getur haldið þér við efnið mun lengur en að sitja hálf dottandi yfir bókunum og muna lítið sem ekkert í lokin.  Einnig er talið að blundur allt að 30 mínútum minnki streitu sem kemur sér vel í miðri próftörn. 

 

Blundir hjálpa eldra fólki að ná betri nætursvefni:

Það virðist vera frekar óskynsamlegt að leggja sig á daginn til að bæta svefninn.  Það hefur þó sýnt sig að eldri borgarar sofa betur á næturna ef þeir leggja sig í 30 mínútur á milli kl. 13 og 15.  Rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sofi mun betur á næturna ef þeir stunda léttar líkamsæfingar ásamt teygjum. Þeir sofa ekki einungis betur, heldur bæta andlega og líkamlega heilsu til muna.  

 

 

Það er þó nokkuð ljóst að fæst okkar getum lagst niður á vinnutíma og sofið í langan tíma.  Hér er meira átt við að halla sér aðeins aftur í 10-30 mínútur og láta líða úr sér mestu þreytuna.  Ef við sofum lengur þá getum við vaknað þreyttari en við vorum áður og það tekur okkur mun lengri tíma að koma okkur aftur af stað. 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.