Sólblómamjólk

Miðvikudagur 30. október 2019 - Sólblómamjólk eftir Berglind Ósk Magnúsdóttir

 

 

Sólblómafræ eru frábær fyrir húð og hár.  Þau innihalda mikið af E vítamínum og töluvert af B vítamínum og þá sérstaklega fólinsýru sem allar konur á barneigna aldri ættu að passa upp á að fá nóg af.  Þau eru einnig próteinrík og full af góðri fitu.  Þessi mjólk er tilvalin fyrir alla fjölskylduna.  

 

Sólblómamjólk:

1/4 bolli sólblómafræ

Örlítið salt

2 bollar vatn

 

Öllu blandað saman í öflugum blandara í um 30 - 60 sekúndur.