Lykillinn að velgengni!

 

 

Góð og nákvæm markmiðasetning er án efa mikilvæg til að ná markmiðun.  Flest okkar eigum við þó ekki í vandræðum með hana.  Það er skuldbindingin og vinnusemin sem er erfiðast fyrir flesta. 

 

Hér koma 4 ráð sem gott er að hafa í huga þegar unnið er að ná markmiðum.

 

Skref 1:  Hvers vegna?

Þegar markmið eru sett, veltu því fyrir þér af hverju þú setur þessi ákveðnu markmið.  Í staðinn fyrir að segja: ,,ég vil missa 5 kg", veltu því fyrir þér af hverju þú vilt missa 5kg.  Kafðu dýpra.  Ef þú veist raunverulega af hverju þú vilt ná ákveðnum markmiðum og hver tilgangurinn með því er, þá er mun meiri líkur á velgengni.

 

Skref 2: Ein breyting í einu.

Þegar hugsað er til lengri tími, þá er mun meiri líkur á að breytingar sem gerðar eru hægt og rólega haldist, frekar en alsherjar breytingar sem gerðar eru á einni nóttu.  Að breyta gömlum vana getur verið erfitt og því mikilvægt að breyta einum vana í einu.  Þegar búið er að venjast einni breytingu þá er tímabært að snúa sér að þeirri næstu.  

 

Skref 3: Búðu til aðgerðaáætlun.

Þegar markmiðin eru komin á hreint þá er mikilvægt að gera góða aðgerðaáætlun.  Í aðgerðaáætluninni þarf ma. að huga að öllum tækjum, tólum og ákveðinni hegðun sem þú þarft til að ná markmiðunum.  Hún þarf að vera sérsniðin þínum tíma, getu og aðstæðum.  Sem dæmi, ef markmiðið er að léttast þá þarf fyrst og fremst að huga að hreyfingu og mataræði.  Til að mataræðið sé sem best, þá þarf að undirbúa máltíðir og jafnvel útbúa heilsusamlegt nesti.  Ef þekking er ekki nægileg eða tími á skornum skammti þá þarf að finna leið til að leysa það. 

 

Þegar unnið er að aðgerðaáætlun þá gæti komið upp sú staða að þú sjáir að markmiðin séu alls ekki raunhæf - eða allt of auðveld.  Þá er um að gera að fara til baka og endurskoða þau.  Í raun er alltaf gott að vera að endurskoða markmið og ekki hika við að breyta þeim þegar líða tekur á.  

 

Skref 4: Skuldbintu þig og haltu þig við efnið.

Þegar þú ert kominn með aðgerðaáætlun og veist nákvæmlega hvað þú þarft að gera til að ná markmiðum þínum, þá þarf vinnu og dugnað til að halda sér við efnið.  Þetta er erfiðasti parturinn fyrir flesta.  Vertu alltaf að hugsa hvernig þú getur bætt þig en ekki gleyma að klappa þér á öxlina þegar þú ert búinn að standa þig vel.  

 

 

Til að ná markmiðum þarf að leggja á sig vinnu - það eru aldrei neinar töfralausnir!  Eins og Morfeos, persónugervingur drauma í grískri goðafræði sagði: "Sooner or later you are going to realize, just as I did, that there’s a difference between knowing the path and walking the path.”  Í lausri þýðingu:  ,,Fyrr en seinna munt þú átta þig á, rétt eins og ég, að það er munur á því að sjá veginn eða að ganga hann."   Þú getur haft alla þá þekkingu og vitneskju sem þarf til að ná þínum markmiðum en ef þú leggur þig ekki fram með dugnaði og vinnusemi, þá mun ekkert breytast.  

 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Mynd: Pixabay. Útgefið 2018.