Skilmálar

 

Lifandi Líf er nýtt fyrirtæki með vefverslun sem leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum góða og persónulega þjónustu.  Öll viðskipti eru trúnaðarmál og ábyrgjumst við viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.  Allar greiðslur með greiðslukortum fara fram á öruggu vefsvæði Borgunar.  Eins og er þá er Lifandi Líf einungis með vefverslun og því enga verslun.  Viðskiptavinum er þó ávalt velkomið að hafa samband til að fá nánari upplýsingar um þær vörur sem við höfum uppá að bjóða.  

 


Lifandi Líf ehf. áskylur sér rétt til að breyta verðum eða hætta með vörur í netverslun án fyrirvara.  Öll verð eru í íslenskum krónum með virðisaukaskatti (VSK). 


Allar vörur eru afgreiddar næsta dag eftir að pöntun á sér stað og greiðsla hefur skilað sér. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband eins fljótt og auðið er og tilkynna áætlaðan komutíma vörunnar. 


Allar vörur eru sendar með Íslandspósti á næsta pósthús viðskiptavinar.  


Ef vara skemmist eða eyðilegst í dreifingu til viðskiptavina þá er Lifandi Líf ekki ábyrgt heldur vísum við á skilmála Íslandspósts ehf. um tjón og skaðabætur innlendra sendinga. 


Ef vara uppfyllir ekki væntingar viðskiptavinar þá getur hann skilað vörunni og fengið aðra vöru í staðinn.  Það þarf þó að vera gert innan 14 daga frá því að pöntun var gerð.  Sendingarkostnaður fellur á viðskiptavin.  Ef vara er gölluð þá mun viðskiptavinur fá aðra vöru senda á kostnað Lifandi lífs.  Ef varan er ekki til á lager þá mun viðskiptavinur fá vöruna að fullu endurgreidda.  


Hægt er að greiða fyrir vörur með greiðslukorti eða millifærslu inn á reikning fyrirtækisins.
Greiðslu upplýsingar:

Kt: 620817-0660
Banki: 0133 HB: 26 Reikn: 012970

 
  • Sendingarkostnaður er 1200 kr. 
  • Ef keypt er fyrir meira en 15.000 kr. þá er sendingarkostnaður frír fyrir viðskiptavini. 
  • Sækja skal vöru í Kirkjustétt 26, 113 Reykjavík frá kl. 16-18 mánudaga og miðvikudaga. Panta þarf vöru amk 2 klst áður en vara er sótt.  Ef þessir tímar henta ekki, þá finnum við annan.  Vinsamlegast hafið þá samband við Huldu í síma 5676543 eða sendið póst á Hulda@lifandilif.is.