Sherry ediks dressing

 

 

Edik hefur verið notað víða um heim í mjög langan tíma enda notagildi þess mikið.  Það hefur verið notað til heimilisþrifa og einnig sem snyrtivara, t.d. sem andlitsvatn og meðferð við bólum - og einnig sem læknismeðferð við of háum blóðþrýstingi, örvun meltingar og sem megrunarfæða.  

 

Sherry edik er ekki það sem mest er notað á heimilum en er engu að síður einstaklega hollt og bragðgott.  Það er með örlítið rúsínubragð og er alveg tilvalið ofan á rautt kjöt, á salatið, í kássur, sósur og í súpur.  

 

 

Gefur um 7 skammta: 

 

3 msk. sherry edik

1/2 bolli Extra-Virgin olifíu olía

2 msk. Dijon sinnep

1 msk. smátt niðurskorinn skallot laukur

1 msk. fersk niðurskorin steinselja

1/4 tsk. sjávarsalt

1/4 ferskur pipar

 

 

  • Blandið öllu vel saman í litla skál eða box.  Hægt að geyma í ísskáp í allt að tvær vikur.

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.