Sesammjólk

Miðvikudagur 30. október 2019 - Sesammjólk eftir Berglind Ósk Magnúsdóttir

 

 

Sesamfræ eru mjög kalkrík og því frábær fyrir bein og tennur.  Einnig eru þau E vítamínrík sem styrkir hjartað og taugakerfið ásamt því að vera góð fyrir húðina.  Ekki er verra að þau eru nokkuð járnrík og státa af þónokkru magnesíumi.  Þau eru því frábær fyrir íþróttafólk! 

 

Sesammjólk getur verið skemmtileg tilbreyting frá öðrum jurtamjólkum, hún er aðeins meira ,,creamy" en margar aðrar.  Mér finnst hún örlítið beysk á bragðið, því er bæði daðla og vanilla í uppskriftinni.  Því má alveg sleppa fyrir þá sem vilja hafa mjólkina alveg hreina.  

 

Sesammjólk:

1/4 bolli hvít sesamfræ

1stk. daðla

1/2 tsk. vanilla extract

2 bollar vatn

 

Allt sett saman í blandara og þeytt með miklum krafti í 30-60 sekúndur.