Salsasósa

 

 

Salsa sósur getur verið hollur kostur með snakkinu og einnig ofan á fisk, kjúkling eða hvað sem manni dettur í hug.  Þessi uppskrift gefur um 1/3 af bolla.  Um að gera að búa til meira magn í einu og geyma í ísskáp. 

 

 

1/3 bolli tómatar, skornir í smáa bita

1 msk. skalotlaukur, skorinn í smáa bita

1 msk. fersk kóríander, skorin í smáa bita

1/2 tsk. jalapeno, skorið í smáa bita og fræhreinsað

Límónusafi eftir smekk

Sjávarsalt eftir smekk 

 

  • Blandið saman tómat, skalotlauk, kóríander og jalapeno.  Bætið við límónusafanum og salti. 

 

 

© Lifandi Líf ehf, Berglind Ósk Magnúsdóttir. Útgefið 2018.  Mynd: Pixabay.